Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, janúar 19, 2008

Það er nú aldeilis magnað vetrarveður. Fór í smá gönguferð með Pjakk í morgun. Sá átta bíla með vélsleðaákerrum sem voru að fara á fjöll. þar á meðal Jón Gústi. mætti 'Ulfari með Kolku og fannst þeim hundunum mjög gaman að hittast en mjög leiðinlegt að mega ekki leika sér taumalaust.
Mætti Æðsta á laugardagsmorgunstíminu, Hann var hundlaus...
Fór í kaffi til Viggu fermingarsystur ,þar var fullt af hressu liði að taka til hendinni í gamla húsinu foreldra þeirra.
Fór heim og kláraði að skrúfa plöturnar framan á skúrinn minn.
Fór upp í rúm að lesa glæpasögu því mér var svo kalt á nefinu eftir að hafa verið að álpast úti lambhúshettulaus... Næst fer ég með bankaræningjalambhúshettuna mína .Bara með göt fyrir augu og munn.
Skoðaði í tölvuna spjallaði við 'Ardísi og skoðaði myndirnar af Blackfield... 'Eg hefði viljað heyra hana þruma yfir mannkertinu sem álpaðist til að keyra í veg fyrir hana... Maður hrekkur nú við..
Nú er ég að huxa um að fara í sund og svo út í Galdraloft að kíkja á Em á stóru tjaldi.
Það eru 17 gráður á Norðurpólnum.

9 Comments:

  • At 9:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mundu svo eftir að taka kúbeinin þín góðu með þér þegar þú setur upp hettuna. Það getur verið gott að hafa þau við höndina.

     
  • At 2:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    'Eg ætla nú barasta að fara út aðlabba með hundinn með ræningja lambhúshettuna svo mér verði ekki kalt á kjömmunum en ekki að brjótast inn í bankann og svo eru kúbeinin mín níðþung til að veraað fara út að spássera með þau um bæinn

     
  • At 10:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvaða glæpasögu varstu að lesa?

     
  • At 10:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott hjá þér með hreyfinguna! Stoltur af þér en farðu varlega með fjárans kúbeinið! Það getur nefnilega snúist í höndunum á manni!

     
  • At 12:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ en hvernig er með nýjaar myndir inná myndasíðuna þína????gaman að skoða myndir:)Kv, þín dóttir.

     
  • At 3:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    'Eg er með kippu af glæpasögum og örlagasögum og lifi í algjörum drama og draumabókaheimi, Svíf út að labba og svelgi í mig sólina og svo er fullt tungl og þá situr maður á tröppunum og gólar eins og úlfur aaaáauuuu! Gaman gaman.

     
  • At 3:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það eru komnar nýjar myndir hanzka mín

     
  • At 10:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    alveg tær snilld að gefa ÁTTHAGAFÉLAGINU og öllum burtfluttum skólahúsið gamla. Þú ert snillingur að fatta upp á þessu. Hilsen larfurinn.

     
  • At 7:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já ég veit það ég er algjör snillingur, gjörsamlega ókey.
    Til hamingju 'Island því ég fæddist hér. ég er að tjúllast úr stolti yfir mér.

     

Skrifa ummæli

<< Home