Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, janúar 28, 2008

Það er drungalegt vetrarveður og var eitthvert rok í nótt ég heyrði glamrið í einhverju drasli þegar ég fór að sofa og svo fór rafmagnið Bara hjá mér svo ég fór og slökkti á útiljósaseríunni og þá var það inni aftur það hefur sennilega komist eitthvað af þessarri rigningu í hana. Kl átta fór ég út að Kirkjubóli og við Sigfús erum þar heima af því hann er með einhverja pest, en er samt sæmilega sprækur. Hann vaknar alltaf snemma á morgnana. Og nú erum við búin að fá okkur morgunmat. 'Eg var að horfa á Ophrah á stöð tvö það var skemmtilegt. en svo komu Glæstar vonir og það finnst mér ekki skemmtilegt það er bara eins og 'Island í dag Það er nú nóg að horfa á átökin um borgarstjórastólinn í Reykjavík . Má ég heldur biðja um Leiðarljós sem er aðeins meir eins og góður reyfari. Og aðeins fjær í raunveruleikanum. 'Aðan heyrði ég draugagang og einhver var að skella hér úti , Það reyndist vera Stebbi Jóns... Eða einhver á Ruslabílnum að ná í rusl. 'Eg er í niðursveiflu og nenni eiginlega ekki að gera neitt. Ætti samt að drullast til að taka til hendinni uppi á lofti. sem ég ætla alltaf að gera þegar veðrið er vont. En leiðinda veður hefur alltaf þvílík leiðinda áhrif á mig, sérstaklega þegar rignir inn um útidyrnar uppi hjá mér og lekur síðan niður á gang, og í gær var svo hvasst að það frussaðist meir að segja inn um skrattans bréfalúguna þangað til ég sperrti kústskaft fyrir hana.
Já það er svosem hægt að tuða út af öllu. Tuð Tuð Tuð. Varðandi það að reiðast þá gerist það mjög sjaldan að mér takist að vera reið lengur en það tekur að depla augunum og finnst mér það galli en galli sem kemur sér oftar en ekki vel. Og mér finnst oft öskureitt fólk vera hlægilegt jafnframt því sem ég er skíthrædd við það. Og er líka að reyna að skilja það. GREYIN .
'Eg get þó orðið töluvert fúl ef er verið að fara með einhvern þvætting og lygibull um vini mína en oftast er það eitthvað sem er svo bjánalegt að það tekur því ekki einu sinni annað en leka því út um hitt eyrað. Og reiðin tekur frá manni ómælda orku og kemur inn stressi í staðinn sem sest að eins og mein sem þarf að eyða , einskonar köggull með drullu.
Jess..... allir í jógaslökun einu sinni til tvisvar á dag. Anda djúpt að og frá sér og tæma hugann og verða stútfullur af frið og ró.... 'Eg verð nú að segja að þetta er hægara sagt en gert en ef það tekst....Já bara prufa.... og svo eru til allskonar önnur vísindi í slökun. Bros og klapp á öxlina og góð orð gera kraftaverk.

2 Comments:

  • At 12:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vonandi er rafmagnið komið á aftur hjá þér, er ekki bara hollt að verð reið/ur eð fúl/ll svona öðru hvoru, en þegar fólk er þannig, þá tekur það meira á í öllum vöðvum í líkamanum, frekar en að vera glaður eða glöð, svo þarf maður líka að passa hvað maður er að tala eða hvernig maður talar sjálfur,eða já alla vegna er þetta mín skoðun á þessu, góða skemmtun svo á Þorrablótinu, vonandi verður hákarlinn góður??

     
  • At 9:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    'Eg held það sé nú hollara að vera glaður heldur en fúll reiður og meðfylgjandi hundleiðinlegur. ég er ekki að tala um að það sé æskilegt að vera skaplaus eða án tilfinninga Heldur svona í frostlaudsu ástandi. og óneitanlega þægilegra að vera í góðum gír. Já hákarlinn og hangiketið...Hanna Sigga = þrjú H...... 'Eg = mest gaman að dansa og fíla tónlistina í tætlur... gott að hreyfa sig með góðri músikk meðan maður stendur á löppunum.

     

Skrifa ummæli

<< Home