Það er vetur í dag og enn erum viðð Sigfús Snævar heima á Kirkjubóli meðan aðrir eru í skólanum og hann með skrambans lasleika sem hrjáir börnin þessa dagana, vonandi verður hann orðinn góður á öskudaginn því það er stór skemmtilegur dagur hjá börnum og fullorðnum og grímuball með tilheyrandi og má þar sjá margar skrítnar verur stórar og smáar sem láta gamminn geisa. það er gaman þegar foreldrarnir eru með og þora að vera í búningum og málningu. Svo er líka fyndið að sjá táningana sem finnst þeir alltíeinu vera vaxnir uppúr því að vera með svona barnalæti. Og eru að farast úr feimni og finnst þetta allt mjög hallærislegt en langar samt að vera með. mig langar alltaf til að eiga svona risastóran bangsabúning. annað hvort ís eða skógarbangsa. nú eða górillu eins og Bessi Bjarna var í í þáttunum "Fastir liðir eins og venjulega" Það mætti nú fara að endursýna þá í sjónvarpinu.
Síðustu innlegg
- Það er drungalegt vetrarveður og var eitthvert rok...
- Það er vetur hér og snjór og logn og ekkert að ge...
- Húrra fyrir strákunum okkar!!! hvetjum alla til að...
- Það er gott veður, Já mjög gott veður, maður ætti ...
- Það er nú aldeilis magnað vetrarveður. Fór í smá ...
- Samkv. fyrirspurn NEI það er ekki ennþá sunnudagsm...
- Sunnudagsmorgunn og ég er búin að festa það í próg...
- Það er sko aldeilis runnið af mér að fara að leggj...
- Það er eitthvað svo leiðinlegt alltíeinu og ég er ...
- Langt er nú liðið á árið2008 og allir jólasveinarn...
1 Comments:
At 1:16 f.h., Nafnlaus said…
Já ég er ski alveg sammála því þá væri eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu til að horfa á :)
Skrifa ummæli
<< Home