Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, janúar 13, 2008

Sunnudagsmorgunn og ég er búin að festa það í prógrammið að ef maður er með eitthvert helvízkt sunnudagsmorgna þunglyndis píp og vesen. bara að hafa tilbúið eitthvert snilldarverkefni sem maður getur vaðið í kl átta þessvegna eða hvenær sem manni þóknast að skreiðast á lappir, jafnvel treina sér að byrja á því og lesa smá eða hanga yfir morgunmatnum að sjálfsögðu með bók.
'Eg er að lesa alveg magnaða bók eftir Stephan King sem heitir "Ekkjan, hún virðist vera hálfgert torf í fyrstu en síðan sleppir maður henni ógjarnan, þegar söguþráðurinn hefur síast inn í hausinn á manni. Skelfileg og spennandi.
Búin að lesa "Óreiða á striga" eftir Kristínu Marju Baldursdóttir, frábært framhald af "Karítas" sem kom út í fyrra. Báðar þessar bækur á ég og hef fengið þær í jólagjöf. og það er aldeilis hlýlegt að fá svona bækur í jólagjafir. Hugsa sér hvað fólk er gott við mann. 'Eg er ekki á sömu línu og sú sem sagði " mikið er ég fegin að hafa ekki fengið bók í jólagjöf, Hún er nú náskyld mér þessi elska..'Eg er nú ekki beint að hneykslast á þessu viðhorfi, það eru ekki allir með sömu áhugamál en bækur eru, mér með því betra í veröldinni.
'Eg er búin að liggja í nýútkomnu bókunum Fékk líka "Söguna af Bíbí 'Olafsdóttur" sem eg var búin að nefna svo ættingjarnir heyrðu að mig langaði að eiga. Það er mikil Örlagasaga og viðburðarík frá miðri síðustu öld.
Jæja það er allt á uppleið hér á bæ í framkvæmdum og nýungum... risastóri skápskrattinn minn er eftir allt kominn að mestu leyti saman og á sinn stað . ég setti saman skúffurnar í gærmorgun og réðist á hurðirnar og nú eru þær komnar á og það var þessi fína viðarlykt í svefnherberginu þegar ég fór að sofa í gær þetta er 50 ára úff) gamall draumur að eignast svona skáp,. ÞAð er samt eftir að stilla af hurðirnar það er kapítuli útaffyrir sig og krefst ægilegrar þolinmæði sem ég virðist ekki hafa nóg af gagnvart svona lömum , fór samt í tíma hjá Jóni Gísla í gær til að læra að setja þær saman. en gengur hörmulega að stilla þær. Nú fer ég út að gefa Ímail og Enter sunnudagsmatinn sinn. Þeir eru ekki ýkja hrifnir af mér vita sem er kvikindisgreyin að þegar ég er að gefa þeim þá er húsbóndi þeirra á flandri og ekki heima ekki heima. svo fara þeir upp í glugga og góna út að sjá hvort hann komi ekki.
'I gær fór ég og tók þátt í félagsheimilisævintýrinu mikla það var gaman og fullt af kátu fólki sem málaði og pússaði og gerði fínt algjört kraftaverk að sjá hvað húsið breyttist, og til að kóróna allt bakaði Siggi Villa vöfflur og Svanný og Heiða bjuggu til kaffi og súkkulaði og þeyttu rjóma og skenktu liðinu. Alveg dásamlegt. svo verður farið aftur í dag og málað meira. og síðan á að smíða og leggja gólf.. þetta er sko spennandi.

1 Comments:

  • At 8:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ER ENNÞÁ SUNNUDGSMORGUNN´HJÁ ÞÉR??

     

Skrifa ummæli

<< Home