Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, janúar 11, 2008

Það er sko aldeilis runnið af mér að fara að leggjast í hýði einmitt núna.. Engin hýði semsagt á döfinni í dag. ég réðist á fataskápinn í gær í feikna stuði og skrúfaði eins og brjálaður bavíani. Og í gærkvöldi þegar ég var orðin svo skemmtilega lúin og fór að sofa í stofusóffanum af því ég komst ekki í rúmið fyrir drasli, hét ég mér því að fara snemma á fætur og halda áfram að glíma við skápinn.. Það var svo vont að sofa í sóffanum að ég vaknaði eldsnemma og tróð mér inn í herbergi lagðist marflöt á gólfið með lítið skrúfjárn í hendi og skrúfaði kantinn neðan á skápskrattann, negldi í hann bakið og sveiflaði honum í hornið þar sem hann á að vera.
Það er nú
reyndar lygi ég mjakaði honum þangað. það er alveg sérstök tækni við að láta húsgögn labba sjálf þangað sem þau eiga að fara, og ég er sérfræðingur í því. Nú er samt eftir að setja saman þrjár skúffur og festa þrjár hurðir og sitthvað fleira smálegt og staflinn í rúminu hefur minnkað þannig að ég kem til með að gista þar næstu nótt.

Guðjón Magnússon er búinn að smíða forláta dyrakarm í ganginn fyrir innri hurðina sá gamli var svo gamall að það var hægt að mylja hann burt þetta er alveg svaka fínt, gamla hurðin er reyndar dálítið einkennileg og stingur pínulítið í stúf við nýjan karminn en á örugglega eftir að endast í hundrað ár, það er munur að búa í svona skemmtilegu gömlu húsi að það er alltaf hægt að endurnýja eitthvað ef maður leitar vel.

Líka búið að gera eldhúsið eins og ég vil hafa það og ég ætla að reyna að koma myndum af því inn á nýju myndasíðuna mína fljótlega.

Veðrið er gott og mjög undarlegt en þetta styttir veturinn ekki lítið ef það heldur áfram svona.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home