Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, október 29, 2003

Þaað er vetrarlegt úti og pínulítið kalt.

þriðjudagur, október 28, 2003

BÚIN AÐ LAGA HANA::JIBBÍ Ferlega hamingjusöm og full af orku þe Ég.
Þvottavélin er full af þvotti sem hún er að þvo og þvílíkt gímald, Eftir að hafa þvegið í þvottavélarkrílinu úr Lyngási.
Í morgun var slydda og hvasst en nú er komið sólskin.
Ég fór út meðan slyddan var og gerði við girðinguna, fingurnir á mér voru alveg frosnir að því loknu.
Hvað haldið þið..Ég fekk algjört æðiskast,,Helvítis þvottavélin míglekur.. eftir alla þessa fyrirhöfn... holy shit.
Ég viðraði skoðanir mínar á fyrirbærinu með þeim árangri að mér var tjáð að þetta væri nú kannske ekki óviðráðanlegt.
og taugaáfallið hjaðnaði niður og í kvöld réðist ég á vélina og skrúfaði af henni lokið og sá hvað lak. ekki þorði ég nú samt að laga það upp á eigin spýtur því ég skil ekki alveg
hversvegna....Nema þetta er nú ekki nýtt fyrirbæri , ég meina að þvottavélar hagi sér svona gagnvart mér
Ef einhver veit það ekki þá frétti ég að það væri alþjóðlegur bangsadagur í dag,,, mig langar líka að eiga bangsa!!!!
Árdís á einn svona rokkbangsa,
Ég myndi vilja svona klassískan,, þið vitið..sem gaular þegar maður ýtir á magann á honum.
Ég er búin að lesa Djöflaeyjuna, Gulleyjuna Og Fyrirheitna landið og horfa á bíómyndina í vídeoinu alveg er þetta FRÁBÆRT.
Núna er ég að fara að lesa um heimskautaleiðangurinn með Karluk Bókin heitir Ísherrann og er skrifuð af Jennifer Niven.
Og í millitíðinni las ég verulega óhugnanlega bók sem heitir Frídagur frú Larsen, ég myndi ekki ráðleggja neinum að lesa hana nema fólk langi til að verða dapurt.
Það var hálfgert rok í dag og ég fékk svona orkukast og skellti mér út að Kirkjubóli í morgun og sótti hjólið mitt og hjólaði inneftir og ætlaði nú aldeilis að nota vestanáttina í bakið. fílaði mig eins og stórseglin í gamla daga. EN.. vindurinn var nú akkúrat á móti alveg innfyrir Húsavík og seglið virkaði öfugt,, eftir það virtist vera logn..ég var nú samt ekki nema 65 mínútur með stoppum, hitti Adda og Tómas, og svo hringdi Sigga Sigga, Þetta er alltaf geðveikur fílingur að þjóta áfram á hjóli.

sunnudagur, október 26, 2003

Ég hjólaði út að Kirkjubóli í gær og blés ekki úr nös.-- Gamla skútan-- það var alveg logn,
Í gærkveldi þandi ég svo harmonikkuna hans Jóns Gústa II á balli heldri borgara í Bragganum. Það var syngjandi sveifla og stuð og allir kátir.
Svana og Nonni voru að koma með kjöt ,hakk og bjúgu handa mér,Algjört nammi.
Ég fékk frábært bréf frá Jóni Braga. Þar segir hann mér frá manni sem hafði verið sjómaður í lifanda lífi og að athöfninni lokinni þegar fólkið var að krossa yfir kistuna sat maður og spilaði á harmonikku falleg sjómannalög. Þá vil ég stela hugmyndinni...Við mína jarðarför verður semsagt einhver sem spilar "fram í heiðanna ró "og " Kvöldblíðan lognværa" á Harmonikku, meðan fólkið labbar framhjá og krossar yfir kerlu.
Ístaðinn fyrir þetta Hundleiðimlega "Allteinsogblómstriðeina"

föstudagur, október 24, 2003

Ég fór heim og setti upp í stofunni gráröndótt gluggatjöld sem ég fékk hjá Hildi. mér fannst það fínt, og enn breytist stofan.
Gaman væri nú að geta farið á sýningu hjá Hörpu--leikhúsinu Árdís og Hanzka fóru og sögðu að það hefði verið flott sýning.
Við Ester afrekuðum það í gærkvöldi að sveifla hnífum til afar nytsamlegra hluta hér á skrifstofunni minni. Einskonar niðurskurður..he.he.. sem við vorum afar stoltar af þegar upp var staðið.

sunnudagur, október 19, 2003

Kaffihús Hilmis hefð i átt að vera á floti í höfninni með flottum landgangi sem væri tekinn niður á nóttunni, svo að fífl sem eyðileggja allt kæmust ekki til þess nema synda.
Mér er sagt að hann myndi sökkva strax ef hann yrði látinn á flot, af því að það var farið að asnast til að draga hann á land, þvílík sóun á efni í gott kaffihús.
Í staðinn fyrir að fara á ,,Köttinn´´Eins og við Árdís gerum þegar ég er í bænum, Þá ætla ég að koma upp Hólmvískum morgunverðarstað hérna á Höfðagötunni Þar sem fólk getur fengið sér hafragraut og te og morgunkaffi og heilsuogmegrunarhrærigraut, og lesið blöðin. Eða tíukaffi. í líkingu við Gráa, með nýbökuðum rúnnstykkjum með osti og marmelaði. eða túnfisksalati. Vantar nafn á staðinn,, hvurnig væri Hvíta tígrisdýrið, eða, Kaffikannan.
ÞAð hefði nú verið fínt að gera svoleiðis kaffihús úr Hilmi.???????
Það ætti að vera hér Shellsjoppa og það ætti að ræna Tótu og láta hana þangað.
Ég er hætt að vera í fýlu út af púströrinu það er komið undir.
En það tekur eitt við af öðru, og af því ég er í svo hryllilega góðu skapi þessa dagana, þá verð ég bara að bíða þess að það komi mánaðamót. Svo ég geti gert annað sem ég þarf. td að láta Tótu koma út með Essokortið sem sjoppan á svo ég geti borgað sjoppunni bensínið mitt með peningum... ullabjakk á essopakk.
Ég hef alltaf sagt að Tóta er algjör perla. Ég bara spyr Hvar væru Hólmvíkingar ef hún væri ekki..
Já nú verður að opna Shellsjoppu Á Hólmavík.... Þvílíkt andskotans fár ..... ÞAð á ekki að leyfa fólki að borga bensínið sitt á eðlilegan hátt hér meir.. Tóta er að fara út til að hjálpa kortlausu fólki að borga bensínið sitt með Esso korti sem sjoppan á svo það geti borgað með peningum., þvílikt helvítis rugl og vitleysa.
ÉG vaknaði snemma og tók mynd sem ég kláraði að mála í gær og límdi hana ofaná gamalt málverk sem var í ramma og ætlaði að láta það duga sem innrömmun, það mistókst herfilega og þegar Hrafnhildur kom í heimsókn kl hálf tíu lá við að hún hrökklaðist út vegna límstækju og öndunarerfiðleika en ég varð að skera málverkið úr rammanum eins og æfður listaverkaþjófur til að reyna að minnka rammann. hringdi svo í fjölskyldu smiðinn sem var að smíða úti á Klúku og hann ætlar að saga sundur rammann í hádeginu, en við Hrafnhildur fengum okkur te og hrökkbrauð.

föstudagur, október 17, 2003

Ég er búin að passa Brynjar á morgnana síðustu viku Hann er nú góður félagsskapur,, allt sem hann gerir er skemmtilegt.
Það sem angrar mig þessa dagana er púströrið sem ég í bjartsýni minni keypti þegar ég fór suður síðast, og er búið að vera inni í bílnum síðan,, og skal halda áfram að vera í honum þangað til ég fæ einhvern til að setja það undir, megi ég pirrast fyrst ég vil ekki taka það úr bílnum og gleyma því........ fjandinn og andskotinn... Verkstæðismenn verða örugglega uppteknir við allt annað til Jóla.
Lífið er af einhverjum ástæðum dásamlegt.. skrítið... ég hlýt að vera biluð ég held að lukka hafi náð yfirhöndinni.... Von

mánudagur, október 13, 2003

Ég er búin að uppgötva hvernig ég vil EKKI hafa jarðarförina MÍNA Ég vil alls ekki láta syngja þetta :Allt eins og blómstrið eina: Ef það er skylda vil ég alls ekki láta jarða mig,, þetta er svo ótrúlega hund - Hund - leiðinlegur sálmur.. Jón heimtar að ég setji í bloggið hvernig ég vildi hafa þessa jarðarför mína. svo það verði ekkert vesen með sálma og aðra söngva, semsagt
í staðinn vildi ég hafa .. Annað hvort Fram í heiðanna ró ( Raddað ) sem allir Gilbræður eiga að syngja í þátíð... Eða. Hærra minn guð til þín. - sem Simbi á að syngja einn ...Svo vil ég endilega að þeir syngi fyrir mig ,Húmar að kveldi´(raddað ) .Haddi og Mundi ættu líka að syngja með.
Á óskalistanum er ennfremur Kvölda tekur sest er sól sem er þjóðvísa, og Nótt eftir Magnús Gíslason og og Árna Thorsteinsson, ( það er ljóðið : nú ríkir kyrrð í djúpum dal...) og væri nú fínt ef Þórhildur Örvars vildi syngja það, og Skúli að spila undir á gítarinn sinn, og byrja á því. Svo ætla ég að biðja Steingrím Þórhallsson að spila á orgelið.
Og þá hafi þið það. og mér finnst svo svakalega flott þegar hann spilar alls konar lög meðan fólk er að tínast inn í kirkjuna, svona lög eins og Yesterday og Love me tender og Help me make it true the night , Ég leitaði blárra blóma , , Haustljóð, og fleira og fleira, einhver mætti nú endilega spila Nothing else matters á gítar.
Þessi pistill er til kominn þannig að eftir jarðarför Fríðu frænku í gær þá upphófust öflugar umræður um jarðafarir. Ætli ég ætti að skrifa minningargrein um sjálfa mig líka ...Hún var nú ágæt greyið þrátt fyrir allt.
Ókey blessbæ

föstudagur, október 10, 2003

Árdís vaaaá FLOTTUR !!!!!
Eg fór til Víkurtúns 15 í gærkvöld í mat. mikið rosalega þykir mér vænt um þetta fólk sem þar býr. og það er ekki bara matarást . þó er hún nú töluverð. og hugsið ykkur hvað það er merkilegt að þau skuli búa einmitt þarna....

miðvikudagur, október 08, 2003

Ég var að lesa í póstinum að maður eigi að hafa eitthvað til að hlú að og láta sér þykja vænt um ..áhugamál þið skiljið.. rækta vináttu til einhvers ..T.d hundur eða annað gæludýr, blóm, fólk, ( innskot )(ÁRDÍS HVAÐ ER EINTRJÁNUNGUR )sem þú ætlar að fá þér í stofuna ég hélt að eintrjánungar væru bátar...
segja áhugamálunum og gæludýrunum sem oftast, hvað manni þykirvænt um þau, mér þykir vænt um alveg fullt af fólki,
Mér þykir til dæmis líka alveg gríðarlega vænt um sjálfa mig. (Það getur nú samt orðið of mikið af því góða)
Ég gefst upp við að útskýra þetta. Lesið um þetta á doktor .is geðrækt.

mánudagur, október 06, 2003

Hvar stæði maður ef ekki væri Guiding light til að horfa á í elsku ríkissjónvarpinu.
Jú ég er alveg sammála Hörpu um þetta með fortíðarhyggjuna. mér finnst einhvernvegin að þó sunnudagar hafi verið afspyrnuleiðinlegir dagar í gamla daga þá séu þeir ennþá leiðinlegri í dag.
það stafar kannske af þeirri þráhyggju minni að þeir eigi að vera hátíðlegir, fjölskylduvænir og afslappandi, þá eigi fólk að fara út að labba saman , borða saman góðan mat hafa gaman af því , elda hann saman, þvo upp saman, horfa á sjón varpið saman, ( ef það væri nú hægt að horfa á það á sunnudögum )...Fara í bíltúr saman,....Það er þetta andskotans ,,saman´ sem hefur alla tíð hrjáð mig. Mér finnst nefni lega að það hljóti að vera svo svakalega gaman að gera allt saman svona saman....svo er það kannske ekkert gaman... og bara rugl og bévítans della og....Ég held samt ekki...þetta er ekki svona á virkum dögum. þá er maður líka að vinna.
mér finnst mánudagar skemmtilegastir., ég er bara stressuð á sunnudögum,, fjandinnhafi það.

sunnudagur, október 05, 2003

Jú jú ég hef svo mikið að gera við að lesa hin fjölskyldubloggin að ég má alls ekki vera að því að blogga sjálf. Það var verið að smala heima í gær, og mikið er ég nú ánægð yfir því að geta labbað aftur... það virkar eins og ég sé afturganga en sú er ekki raunin.. við nafna fórum út í nátthaga áð smala brjáluðum kindum sem Gústi JónGísli Og Addi voru búnir að elta í þrjá lklukkutíma uppi á Hvalsárdal. Nafna fann hagamús sem hún var lengi búin að reyna að ná en tókst ekki.

miðvikudagur, október 01, 2003

Það verður fróðlegt að vita hvaða drauma þessi nótt ber í skauti sér...Ég er að lesa bók sem segir að maður eigi að setja sér markmið þ.e. gera lista yfyr þau markmið sem þú ætlar að ná
Addi minn auðvitað ferðu í hólmvíska hljómsveit hjá Bjarma.
Og þá ferð þú á hljonstrængar.
Ég var að lesa um rafsegulsvið ég er handviss um að rafsegulsviðið í svefnherberginu mínu er allt of hátt miðað við hvað mig dreymir. núna síðast dreymdi mig mann sem var að háma í sig skít af mikilli græðgi,, mokaði honum upp í sig með höndunum..oj bara......shit