Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, október 19, 2003

ÉG vaknaði snemma og tók mynd sem ég kláraði að mála í gær og límdi hana ofaná gamalt málverk sem var í ramma og ætlaði að láta það duga sem innrömmun, það mistókst herfilega og þegar Hrafnhildur kom í heimsókn kl hálf tíu lá við að hún hrökklaðist út vegna límstækju og öndunarerfiðleika en ég varð að skera málverkið úr rammanum eins og æfður listaverkaþjófur til að reyna að minnka rammann. hringdi svo í fjölskyldu smiðinn sem var að smíða úti á Klúku og hann ætlar að saga sundur rammann í hádeginu, en við Hrafnhildur fengum okkur te og hrökkbrauð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home