Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, október 13, 2003

Ég er búin að uppgötva hvernig ég vil EKKI hafa jarðarförina MÍNA Ég vil alls ekki láta syngja þetta :Allt eins og blómstrið eina: Ef það er skylda vil ég alls ekki láta jarða mig,, þetta er svo ótrúlega hund - Hund - leiðinlegur sálmur.. Jón heimtar að ég setji í bloggið hvernig ég vildi hafa þessa jarðarför mína. svo það verði ekkert vesen með sálma og aðra söngva, semsagt
í staðinn vildi ég hafa .. Annað hvort Fram í heiðanna ró ( Raddað ) sem allir Gilbræður eiga að syngja í þátíð... Eða. Hærra minn guð til þín. - sem Simbi á að syngja einn ...Svo vil ég endilega að þeir syngi fyrir mig ,Húmar að kveldi´(raddað ) .Haddi og Mundi ættu líka að syngja með.
Á óskalistanum er ennfremur Kvölda tekur sest er sól sem er þjóðvísa, og Nótt eftir Magnús Gíslason og og Árna Thorsteinsson, ( það er ljóðið : nú ríkir kyrrð í djúpum dal...) og væri nú fínt ef Þórhildur Örvars vildi syngja það, og Skúli að spila undir á gítarinn sinn, og byrja á því. Svo ætla ég að biðja Steingrím Þórhallsson að spila á orgelið.
Og þá hafi þið það. og mér finnst svo svakalega flott þegar hann spilar alls konar lög meðan fólk er að tínast inn í kirkjuna, svona lög eins og Yesterday og Love me tender og Help me make it true the night , Ég leitaði blárra blóma , , Haustljóð, og fleira og fleira, einhver mætti nú endilega spila Nothing else matters á gítar.
Þessi pistill er til kominn þannig að eftir jarðarför Fríðu frænku í gær þá upphófust öflugar umræður um jarðafarir. Ætli ég ætti að skrifa minningargrein um sjálfa mig líka ...Hún var nú ágæt greyið þrátt fyrir allt.
Ókey blessbæ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home