Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, október 06, 2003

Jú ég er alveg sammála Hörpu um þetta með fortíðarhyggjuna. mér finnst einhvernvegin að þó sunnudagar hafi verið afspyrnuleiðinlegir dagar í gamla daga þá séu þeir ennþá leiðinlegri í dag.
það stafar kannske af þeirri þráhyggju minni að þeir eigi að vera hátíðlegir, fjölskylduvænir og afslappandi, þá eigi fólk að fara út að labba saman , borða saman góðan mat hafa gaman af því , elda hann saman, þvo upp saman, horfa á sjón varpið saman, ( ef það væri nú hægt að horfa á það á sunnudögum )...Fara í bíltúr saman,....Það er þetta andskotans ,,saman´ sem hefur alla tíð hrjáð mig. Mér finnst nefni lega að það hljóti að vera svo svakalega gaman að gera allt saman svona saman....svo er það kannske ekkert gaman... og bara rugl og bévítans della og....Ég held samt ekki...þetta er ekki svona á virkum dögum. þá er maður líka að vinna.
mér finnst mánudagar skemmtilegastir., ég er bara stressuð á sunnudögum,, fjandinnhafi það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home