Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Good morning.. Við María Lovísa fórum með til Jónu í gær það var mjög gaman. Svo fórum við á öskudagsball, Þar var margt af skrítnum búningum. og fínum ,líka hræðilegar grímur, blóðugar og ógeðslegar, eins og andlitin í screem, aumingja Ágústa Halla litla var voða fín og hræðilega hrædd við þessar ljótu grímur, ég skil ekki af hverju er verið að búa til svona fyrir börn, þetta er algjör horror. Tómas og Brynjar voru mjög flottir, og nafna og Sylvía voru svaka fínar, Sylvía var með blóm í munninum svo hún gat ekki brosað og nafna var með sítt hár í bleikum töfflum og prinsessukjól.
Dagrún var náttfatakrútt með bangsa, og strákarnir voru galdramenn í skikkjum. Agnes var vampýra frekar óhugnanleg, og Jakob var hvítur í andlitinu og skaust fram og aftur. Svo var tunnan slegin sundur og ég segi það satt að ég er skíthrædd um börnin þegar mestu frekjurnar henda sér á nammið þá er nú ekki verið að spá í hvort troðið sé á litlu börnunum og þeim hrint...Ég myndi leggja til að tunnan sé tóm og namminu dreift um allt húsiðog sérstakir stórir nammidreifinganemendur í því.
Nú Unnsi gaf mér rauðmaga stóran og myndarlegan..hafiði áður heyrt um myndarlega rauðmaga ..Ég slægði hann og steikti í kvöldmatinn..mmmm.. ég elska að borða steikta rauðmaga og það hefur einhvernvegin spurst út.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home