Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Góðviðrisdagur,,, ég skil ekki ..það vantar að ég komist í heimspekilegar hugleiðingar um lífið og tilveruna, það sem vantar er að komast í stuð að gera eitthvað sem vit er í, eða maður hefur löngun til, mér virðist nú samt að þetta " að hafa ekki löngun til að gera eitthvað " hrjái slatta af kvenfólki um þessar mundir, og þá meina ég utan vinnunnar,,, ég haugast upp í rúm og les og sef, alveg endalaust, er það kannske eitthvað tímabundið,, eða á maður ekki bara að njóta þess að lesa allskonar bækur og dorma þess á milli,,, einhverskonar vetrarhýðiskvikindi, s.b.r. birnir, samt finnst mér að ég eigi endilega að nota þennan tíma til að framkvæma eitthvað stórkostlegt..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home