Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, febrúar 23, 2004

OJÁojá. annað kvöldið búið í stóru spurningakeppninni. og við leikfélagslið mörðum það á móti heilbrigðisstofnuninni og var það mikil barátta og hörð.
hin liðin sem unnu voru..Fiskvinnslan Drangur... Strandahestar...og Strandagaldur ..og nú uppgötvaði ég hvað ég er orðin agalega á eftir í barnabókmenntunum.. Jón er hinsvegar greini lega á blómaskeiði í þeim, enda les hann þetta allt á undanförnum árum fyrir börnin (og nú eru þau farin að lesa fyrir hann) , svo kom spurning til þeirra um Lukkuláka sem var bók sem hann hafði alltaf innan í skólabókunum sínum í gamladaga þegar hann átti að vera að lesa undir próf og fermingu og þessháttar.´´Ég gæti ekki held ég svarað nema úr Dísu Ljósálf og Gogg glænef. Jú og Hjalta og Ævintýrabókunum..
Ekki fengum við neina spurningu úr Potter eða Hringadróttinssögu, eins og ég er búin að liggja yfir þessu. en það var nú gaman samt að kynnast því. Einnig var ég búin að læra rómversku tölurnar, boðorðin , gömlu mánaðarheitin, og heiðar á Vestfjörðum. ekki kom neitt úr því.. Það kom myndaspurning af einhverjum hryllilegum manni sem mig minnti að væri morðingi en þorði ekki að viðra þá skoðun mína , hann hefði getað verið frændi einhvers í salnum. Enda reyndist það ekki vera svo .
Jæja þetta var bara góður sunnudagur, og nú er mánudagsmorgunn og ég fór aðr keyra nöfnu og Sylvíu í skólann,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home