Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Þetta Sævangsþorrablót var nú það kostulegasta sem ég hef farið á tíhíhí.
Frekar fátt fólk, alveg svakalega mikið af góðum mat, stelpurnar stóðu sig vel með skemmtiatriðin, þær syngja alveg dásamlega Hlíf og Árdís, Sigga var alveg til sóma sköruleg og dugleg að vanda, en ekki veit ég hvað hefur hrjáð þessa karlmenn sem voru með þeim í nefnd, ekki létu þeir sjá sig á sviði,, skyldu þeir vera með einhverja fóbíu. Hljómsveitin þeirra bræðra var góð og þeir syngja stórvel, en heldur held ég að sumum hafi fundist þeir ekki vera nógu gamllaldags í lagavalinu, voru ekki með "undir bláhimni alveg á hreinu " og þessháttar. tóku þó algjört maraþon í gömlu dönsunum síðla á ballinu, ´tíu mínútna polkatörn, og verð ég að segja að ég stóð mig vel enda dansaði við þvílíkan polkasnilling... engan tangó tóku þeir og Geiri var ekki með nikkuna. Mér tókst að halda út að dansa allt til enda kl 3, en var orðin frekar sárfætt enda hafði ég ekki nennt að skipta um skótau. Í morgun vaknaði ég og fór kl 9 og hjólaði 15 km..Dugleg .. ég er að drepast úr sjálfsánægju. fór svo í freyðibað og svaf meira... fékk svo sms frá hönzku minni til hamingju með konudaginn mamma .. það gladdi mitt hjarta. helvítis samt konudags þetta og hitt.( Þetta var nú smá gult og grænt)... Nú er stóra keppnismálið að renna upp í kvöld, vonandi vinna þau fjögur lið sem eru fyrir framan hin á auglýsingunni...............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home