Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, febrúar 13, 2004

Það er föstudagskvöld og ég var í sálfræðigrufli þar sem stendur að maður eigi að hlusta á sinn innri mann, (allavega get ég ekki skilið það öðruvísi).. og treysta á dómgreindina.... þetta líst mér ekki á.. Það þyrfti nú alveg sérstakan afruglara fyrir minn innri mann /(konu).. og dómgreindin hefur nú aldrei verið til að hrópa húrra fyrir.... Ég er allavega ekki mjög upptekin af henni... það væri nú samt gott að hafa pínkupons af henni stundum... Nóg um það... Ég var úti í Víkurtúni að halda kettinum selskap.. hann lét sér fátt um finnast, en sat fyrir á nokkrum myndum.
Svo er ég búin að vera hér úti að horfa á norðurljósin og stjörnurnar það er hlýtt og blankalogn, alveg dásamlegt.
Hildur og Hannasigga og Árdís hringdu í mig og Árdís spilaði fyrir mig á blokkflautu......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home