Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Nú er öskudagur og börnin eru í fyrirtækjunum að syngja og hamstra nammi .
Ég nætti Hlyn í morgun og hann var með jeppann fullan af draugum og öðrum furðuverum. Addi var úti við sjoppu og þar komu tveir skrítnir kallar út með nammi í pokum og sögðu "hæ amma" Þessu lýkur svo með geimi í geimstöðinni kl fimm.( ég verð líklega að taka Leiðarljós upp til að missa nú ekki af neinu) Þarna safnast allir saman bæði ungir og gamlir draugar og forynjur. Mér dettur í hug að í sjoppunni fái þau nammi , ávexti í kaupfélaginu, harðfisk í sparisjóðnum ,peninga í K.B.bamka, pillur í apotekinu. Hamingjan má vita hvað þau fá í orkubúinu,vegagerðinni ,löggustöðinni og sundlauginni, Trésmíðaverkstæðinu Höfða, vélaverkstæðunum og svo náttúrlega rækjur í Hólmadrangi. Ég er að hugsa um að fara út á skrifstofu Strandabyggðar og syngja eitthvað og vita hvort ég fæ ekki kaffi.
Það er komið af stað leikrit hjá leikfélaginu það er drepfyndið flækjuleikrit.

Mér líst illa á þennan auglýstan íbúafund sem er ekki sagt hvað eigi að ræða á. Það hlýtur að vera eitthvað hryllilegt á seyði. Einhverskonar kreppuvesen sem dregur kjarkinn úr öllum... Best að búast við hinu versta..þá verður svo gaman þegar kemur í ljós að þetta er bjartsýnisfundur þar sem "öll dýrin í skóginum" eru vinir og kát og hress....vonandi....
Það bara dynja inn frambjóðendur fyrir vinstri græna.. og nú fékk ég góða öskudagshugmynd !!!!

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Það er nú alltílagi að prjóna á daginn og kannske allt í lagi að hafa það markmið að vera búin að prjóna hundrað pör af vettlingum 1. apríl. en að prjóna á nóttunni líka , Nei það er eitthvað brenglað við það .'Í nótt dreymdi mig að ég var í prjónakeppni að prjóna kjól á litla dúkku. það er nú hálf geðbilað...

mánudagur, febrúar 23, 2009

Jæja það hafðist einn stór áfangi ég trillaði semsagt með kaffistofumyndina út á Höfða og afhenti smiðunum mínum hana, og þeir tóku þessu bara vel blessaðir kallarnir,Ég var búin að segja þeim að ég hefði málað myndina af þeim og þeir urðu dauðskelkaðir áður en þeir sáu hvað þeir koma vel út,settu strax upp skrúfur og hengdu hana upp, Svo þetta fór allt vel og allt stressið sem ég er búin að ganga með heillengi útaf því hvort ég eigi að þora að gefa þeim myndina fauk út í veður og vind.
það kom ein spurning um hver þeirra er Jón Gísli og ég á eftir að mála á hann gulu og rauðu húfuna hans. hann Var óvart með sítt svart hár, sem passar ekki í dag nema hvað það er svart.
Það er bylur sem Svanhildur segir að sé gott veður en ég er alls ekki sammála því.
Ég fór til Báru og hún breytti ættarmótsdeginum fyrir mig í 8. ágúst. elsku dúllan.
Hún var að gera kálböggla mmmmmm. þeir voru það besta sem ég fékk að borða þegar ég var lítil. þá var ekki oft hægt að fá kál....

sunnudagur, febrúar 22, 2009

Þoli ekki fólk að slafra í sig baunum með salltkjöti. þoli heldur ekki ekkisens rjómabolluát annarra.
Búin að fá bílinn minn það var elsku Jón Gísli minn sem mixaði í hann rörin sem liggja niður í bensíntankinn svo nú fer ekki lengur helmingurinn af bensíninu niður í götuna þegar ég læt á tankinn. Takk Jón Gísli minn þúsund sinnum.

Nú bregður svo einkennilega við að þegar það er hægt langar mig ekki til að fara neitt.

Nema náttúrlega í Stóruskóga stelpuferðina...Stórustelpu skógarferðina...Skógarstelpu stóruferðina...Ferðaskógastórustelpusúludansferðina. mætti hafa stóru trén í skóginum fyrir súlur...með kvistum hehe...HannaSigga ????
ekkert þakrennuklifur.

laugardagur, febrúar 21, 2009

Þoli ekki Laugardaga ,Þoli ekki helvítis konudaga , þoli ekki gott veður, þoli ekki valentínusardaga, þoli ekki bolludaga með rjóma, þoli ekki að hafa ekki bílinn minn, þoli ekki að eiga ekki skítnóg af fokking peningum, þoli andskotann ekki neitt
Síðan er ótal margt sem ég þoli mætavel ...( falskt bros )

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Æ fleiri Íslendingar hafa tekið upp þann sið að gera sér dagamun á Valentínusardeginum 14. febrúar. Þessi dagur elskenda skipar stóran sess í hugum fólks víða í Evrópu og Norður-Ameríku og á sér langa sögu sem nær allt aftur til tíma Rómarveldis.
Uppruni ValentínusardagsinsHinn 15. febrúar ár hvert héldu Rómverjar til forna vorveislur til heiðurs guðinum Lupercus, en hann var verndari búfénaðar og uppskeru. Kvöldið fyrir hátíðina settu ungar stúlkur nöfn sín í leirskál. Ungir menn drógu síðan miða með nöfnum þeirra úr skálinni og völdu sér þannig félaga á hátíðina. Sagan segir að oft hafi fólk ekki þurft að taka þátt í þessum leik nema einu sinni til að finna sér maka.
Hinn 14. febrúar um árið 270 lét rómverski keisarinn Kládíus II hálshöggva prestinn Valentínus. Prestinum var gefið að sök að hafa á laun gefið saman fólk sem var óheimilt að ganga í hjónaband en keisarinn stóð í þeirri meiningu að einhleypir menn án fjölskyldutengsla myndu styrkja her hans. Í kjölfar aftökunnar hlaut Valentínus sess sem verndari elskenda.
Eftir að kristni var gerð að ríkistrú í Rómarveldi var vorhátíðin Lupercalia haldin í nafni Valentínusar.
Þjóðsögur tengdar Valentínusardeginum
Á miðöldum trúðu Evrópubúar því að fuglar veldu sér maka 14. febrúar ár hvert. Þjóðsagan segir mannfólkið hafa tekið þann sið upp eftir fuglunum.
Önnur þjóðsaga frá Bretlandseyjum hermir að sjái kona glóbrysting fljúga yfir á Valentínusardaginn muni hún giftast sæfara. Sjái hún spörva fljúga yfir muni hún giftast fátækum manni og verða hamingjusöm og sjái hún þistilfinku muni hún giftast ríkum manni.
Hefðir tengdar Valentínusardeginum
Á miðöldum var algengt að börn á Englandi klæddust fötum fullorðinna á Valentínusardag, gengju í hús og syngju fyrir fólk.
Í Wales þróaðist sú hefð að menn færðu heitmeyjum sínum útskornar skeiðar með myndum af hjörtum, lyklum og skráargötum á þessum degi.
Í dag skiptast elskendur í Evrópu og Norður-Ameríku á gjöfum á Valentínusardaginn. Þá er algengt að elskendur semji ástarljóð í tilefni dagsins en til eru Valentínusarljóð frá 15. öld.
Blómasendingar hafa tengst Valentínusardeginum frá því á 17. öld en þá segir sagan að dóttir Hinriks IV Frakklandskonungs hafi boðið til veislu í tilefni dagsins þar sem allar konur skörtuðu blómum frá herrum sínum.
Í Evrópu og Norður-Ameríku eru blóm og hjartalaga sælgæti seld í miklu magni á Valentínusardaginn en árið 1998 nam sælgætissala í tengslum við daginn í Bandaríkjunum einum milljarði dollara (andvirði tæplega 85 milljarða íslenskra króna).
Þetta var dagur með betra móti. Hlakka til að fara á súpufund á Cafe Riis á morgun.

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Vaaá kettirnir eru í þann veginn að leggja allt í rúst hér ..og svo sofa þeir núna svo sakleysislegir á stól niðri í eldhúsi...Þannig er: það var frekar stór blómapottur með dauðri jukku uppi í stofu. einhvernvegin tókst þeim að velta honum um svo moldin spýttist út um allt....Þetta varð reyndar til góðs því um leið og ég sópaði moldinni komst það í verk að henda jukkunni. já þeir skyldu nú verða hvatning til góðra tiltektarverkefna hér á bæ. og nóg um ketti í dag. Ég fór upp í skóla og var þar frá kl. eitt til tvö að spila gömlu dansana fyrir danskennslu í elstu bekkjunum. og það var sannarlega líf í tuskunum. Kennarar og nemendur dönsuðu eins og þau ættu lífið að leysa svo svitinn skvettist í allar áttir. polka ,skottís, vals og tangó og Óla Skans. og síðan var ákveðið að næsta miðvikudag yrði aftur danskennsla.
Síðan var haldið upp á sjúkrahús að spila fyrir fólkið þar það er alltaf farið á miðvikudögum þangað og ég fer stundum með annaðhvort gítarinn minn eða nikkuna. svo er lesið eitthvað skemmtilegt og fróðlegt líka. síðan hef ég prjónað og er búin með tvenna stóra vettlinga með galdrastaf síðan í gær og eina litla eins og á Egil.
Góða nótt.

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

hér kemur gömul bloggfærsla sem ég fann hjá mér ...daman hefur verið í fínu skapi eða hitt þó heldur....
þriðjudagur, nóvember 13, 2007

'Eg skil ekki hvað ég á erfitt með að þola neikvæðni og ætti ég þó að vera alveg útskrifuð í að láta mér vera sama, Það er eins og sumir nærist á þessháttar hugsanagangi..T.D. trallalallala alltaf má finna eitthvað til að finna að , og nú skal talað um allt þetta leiðinlega ahhahahaha. 'I stað þess að brosa og hugsa og segja eitthvað skemmtilegt. ÞAð versta er að ég sem ætti að hafa vit á að láta allt neikvæðnisraus inn um annað og út um hitt, ýfist upp eins og broddgöltur sem er búinn að missa þolinmæðina. 'Ut með helvítis gaddana....Samkvæmt þessu rausi sýnist mér að mér sé best að fara og lesa eitthvað fallegt og þroskandi.Sem betur fer er jákvæðnin í meirihluta og verður vonandi alltaf ofaná.

Frekar óskiljanlegt en engu að síður ÉG eins og sagt er.

mánudagur, febrúar 09, 2009

Það er eins og heil hryðjuverkasveit sé hér á ferðinni núna dags daglega, Ólíver og Lúsífer ættu aldeilis að fá ættarnöfnin hussein og bin laden og samkvæmt þeim villidýrslegu veiðiæfingum sem hér fara fram á morgnana verður algjört blóðbað þegar þeim verður sleppt út á smáfuglana, Annan þeirra fann ég í þriðju hillu í uglusafninu mínu í morgun á ugluveiðum og þegar heyrast dynkir og skrall hér uppi á lofti þá er verið að ryðja einhverju um koll , gluggaskrauti og þessháttar. Ég brá mér aðeins á klóið og þegar ég kom aftur inn í stofu var herra Lúsífer búinn að draga uppá halds hringprjóninn minn úr lykkjunum rekja fullt af garni úr hnotunni og naga prjóninn svo það er ekki hægt að nota hann, og í gær fann ér einhvern lítinn svartan bút af snúru það reyndist vera endinn af hleðslutækinu af gemsanum mínum sem búið var að naga sundur... svo var útigallinn minn á eldhúsgólfinu í dag og það ríkti þvílíkt stríðsástand´bæði í ermunum og skálmunum sem þeir héldu greinilega að væru leynigöng fyrir ketti. Þeir bruna fram og aftur um ganginn með inniskó á hausunum og annar þeirra datt ofan í stígvél í dag og sat þar fastur. Einnig hafa þeir gífurlegan áhuga á klósettinu , vonandi tekst þeim ekki að detta í það..þ.e. ofan í það. En nýjasta afrekið var að ryðja um koll meterslöngum ketti úr tré sem stendur á skenknum í eldhúsinu og þá urðu þeir nú skelkaðir í meira lagi, fóru undir sóffa og sáust ekki lengi vel. Ólíver Bin Laden er algjör sauður í stiganum og rúllaði niður eins og bolti í morgun ,, Kannske fá þeir bara gælunöfn þega þeir verða gamlir garmarnir og verða kallaðir Olli og Lolli eða Trip og Trap. Það fer eftir hvernig persónuleikar þeir verða.

laugardagur, febrúar 07, 2009

það er verkefni daganna að sjá einhverja ljósa punkta núna í kreppunni.
Fór á fætur borðaði morgunmat ,sem er eiginlega algjör helgiathöfn, gaf köttunum morgunmat og skreið svo aftur upp í rúm að lesa pínkulítið. þetta var alltsaman með einkunnina: notalegt: það er logn úti smá sólskin hvítt af snjó og áðan fór einn bíll eftir götunni Framhald síðar.....2)Prjónaði þrjá vettlinga eftir hádegi...3) fór svo í bíltúr með Svönu og Nonna upp í Steinó og prjónaði á leiðinni og meðan við stoppuðum 4) Horfði á spaugstofuna þegar ég kom heim og hélt áfram að prjóna 5) prjónaði þangað til ég fór að sofa. Notalegt ?...Lukka er ekki heima. hún er einhversstaðar í fjallaferð í nýja kuldagallanum mínum og á ímynduðum vélsleða. Og sefur í snjóhúsi í 16 stiga gaddi. með strandavettlinga á höndunum með sem ég hef prjónað .

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Skil ekki hvað ég var að búa til lag sem suðar svo í hausnum á mér síðan..... og er alveg gjörsamlega út úr kú að búa til texta við það , það er lifandis löngu búið að semja ljóð um allt sem ég vildi sagt hafa, heyri þau á hverjum degi í útvarpinu hvert öðru betri.
Ég er eins og vitfirringur í prjónaskap prjóna og prjóna . Prjónadella er svosem ekki verri en hvað annað, eitthvað verður maður að gera.