Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, febrúar 23, 2009

Jæja það hafðist einn stór áfangi ég trillaði semsagt með kaffistofumyndina út á Höfða og afhenti smiðunum mínum hana, og þeir tóku þessu bara vel blessaðir kallarnir,Ég var búin að segja þeim að ég hefði málað myndina af þeim og þeir urðu dauðskelkaðir áður en þeir sáu hvað þeir koma vel út,settu strax upp skrúfur og hengdu hana upp, Svo þetta fór allt vel og allt stressið sem ég er búin að ganga með heillengi útaf því hvort ég eigi að þora að gefa þeim myndina fauk út í veður og vind.
það kom ein spurning um hver þeirra er Jón Gísli og ég á eftir að mála á hann gulu og rauðu húfuna hans. hann Var óvart með sítt svart hár, sem passar ekki í dag nema hvað það er svart.
Það er bylur sem Svanhildur segir að sé gott veður en ég er alls ekki sammála því.
Ég fór til Báru og hún breytti ættarmótsdeginum fyrir mig í 8. ágúst. elsku dúllan.
Hún var að gera kálböggla mmmmmm. þeir voru það besta sem ég fékk að borða þegar ég var lítil. þá var ekki oft hægt að fá kál....

3 Comments:

  • At 2:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að þú ert ekki lengur öfugsnúin maður fær nefnilega svo leiðinlegar hrukkur af því . Hvað fatta smiðirnir ekki að listamaðurinn má taka smá útúrdúra kv. Birna

     
  • At 4:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Nei alls ekki vera sammála henni, það gætiv erið hættulegt, en ég hef heyrt að það á að hlýna aftur á föstudaginn!!!hanna sigga

     
  • At 10:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    tíst tíst

     

Skrifa ummæli

<< Home