Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, febrúar 07, 2009

það er verkefni daganna að sjá einhverja ljósa punkta núna í kreppunni.
Fór á fætur borðaði morgunmat ,sem er eiginlega algjör helgiathöfn, gaf köttunum morgunmat og skreið svo aftur upp í rúm að lesa pínkulítið. þetta var alltsaman með einkunnina: notalegt: það er logn úti smá sólskin hvítt af snjó og áðan fór einn bíll eftir götunni Framhald síðar.....2)Prjónaði þrjá vettlinga eftir hádegi...3) fór svo í bíltúr með Svönu og Nonna upp í Steinó og prjónaði á leiðinni og meðan við stoppuðum 4) Horfði á spaugstofuna þegar ég kom heim og hélt áfram að prjóna 5) prjónaði þangað til ég fór að sofa. Notalegt ?...Lukka er ekki heima. hún er einhversstaðar í fjallaferð í nýja kuldagallanum mínum og á ímynduðum vélsleða. Og sefur í snjóhúsi í 16 stiga gaddi. með strandavettlinga á höndunum með sem ég hef prjónað .

1 Comments:

  • At 1:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Notalegt er málið Lukka mín:)

     

Skrifa ummæli

<< Home