Það er eins og heil hryðjuverkasveit sé hér á ferðinni núna dags daglega, Ólíver og Lúsífer ættu aldeilis að fá ættarnöfnin hussein og bin laden og samkvæmt þeim villidýrslegu veiðiæfingum sem hér fara fram á morgnana verður algjört blóðbað þegar þeim verður sleppt út á smáfuglana, Annan þeirra fann ég í þriðju hillu í uglusafninu mínu í morgun á ugluveiðum og þegar heyrast dynkir og skrall hér uppi á lofti þá er verið að ryðja einhverju um koll , gluggaskrauti og þessháttar. Ég brá mér aðeins á klóið og þegar ég kom aftur inn í stofu var herra Lúsífer búinn að draga uppá halds hringprjóninn minn úr lykkjunum rekja fullt af garni úr hnotunni og naga prjóninn svo það er ekki hægt að nota hann, og í gær fann ér einhvern lítinn svartan bút af snúru það reyndist vera endinn af hleðslutækinu af gemsanum mínum sem búið var að naga sundur... svo var útigallinn minn á eldhúsgólfinu í dag og það ríkti þvílíkt stríðsástand´bæði í ermunum og skálmunum sem þeir héldu greinilega að væru leynigöng fyrir ketti. Þeir bruna fram og aftur um ganginn með inniskó á hausunum og annar þeirra datt ofan í stígvél í dag og sat þar fastur. Einnig hafa þeir gífurlegan áhuga á klósettinu , vonandi tekst þeim ekki að detta í það..þ.e. ofan í það. En nýjasta afrekið var að ryðja um koll meterslöngum ketti úr tré sem stendur á skenknum í eldhúsinu og þá urðu þeir nú skelkaðir í meira lagi, fóru undir sóffa og sáust ekki lengi vel. Ólíver Bin Laden er algjör sauður í stiganum og rúllaði niður eins og bolti í morgun ,, Kannske fá þeir bara gælunöfn þega þeir verða gamlir garmarnir og verða kallaðir Olli og Lolli eða Trip og Trap. Það fer eftir hvernig persónuleikar þeir verða.
1 Comments:
At 6:02 e.h., Nafnlaus said…
já há það er líf og fjör hjá þér eða kanski aðallega þeim:) en þeir eru þá ekkert hrædddir við stigann???Kv hanna sigga
Skrifa ummæli
<< Home