Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Vaaá kettirnir eru í þann veginn að leggja allt í rúst hér ..og svo sofa þeir núna svo sakleysislegir á stól niðri í eldhúsi...Þannig er: það var frekar stór blómapottur með dauðri jukku uppi í stofu. einhvernvegin tókst þeim að velta honum um svo moldin spýttist út um allt....Þetta varð reyndar til góðs því um leið og ég sópaði moldinni komst það í verk að henda jukkunni. já þeir skyldu nú verða hvatning til góðra tiltektarverkefna hér á bæ. og nóg um ketti í dag. Ég fór upp í skóla og var þar frá kl. eitt til tvö að spila gömlu dansana fyrir danskennslu í elstu bekkjunum. og það var sannarlega líf í tuskunum. Kennarar og nemendur dönsuðu eins og þau ættu lífið að leysa svo svitinn skvettist í allar áttir. polka ,skottís, vals og tangó og Óla Skans. og síðan var ákveðið að næsta miðvikudag yrði aftur danskennsla.
Síðan var haldið upp á sjúkrahús að spila fyrir fólkið þar það er alltaf farið á miðvikudögum þangað og ég fer stundum með annaðhvort gítarinn minn eða nikkuna. svo er lesið eitthvað skemmtilegt og fróðlegt líka. síðan hef ég prjónað og er búin með tvenna stóra vettlinga með galdrastaf síðan í gær og eina litla eins og á Egil.
Góða nótt.

2 Comments:

  • At 1:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já kettirnir hafa bara ekki smekk fyrir dauðum blómum en hvernig gengur að prjóna nálægt þeim fara þeir ekki í garnið hjá þér. kv. Birna

     
  • At 8:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þið sem skemmtið gamla fólkinu eigið heiður skilið og það eiga lía eldri borgarar sem kenna þeim yngri að dansa

     

Skrifa ummæli

<< Home