Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 31, 2007

það er frekar rysjótt veður núna eftir hádegið en var íðilgott í morgun, maður veit ekki hvernig horfir með kvöldið. Það eru nú samt allir að koma í næsta hús að kaupa sér flugelda og skotfæri..ég keypti útikerti og tvær litlar hvissbombur. Meira eftir áramót .
óska öllum vinum og ættingjum gleðilegs nýjárs og þakka gamlaárið. megi ykkur farnast vel.

föstudagur, desember 28, 2007

Jæja nú er þessi "ekkert að gera Jólin búin " tilfinning horfin og nú er bara að hlakka til áramótanna af feikna krafti. það er núna gott veður og ég ætla að fara í að taka saman úti á galdrasýningu á eftir. Mér tókst að eyðileggja kvöldmat í gærkvöldi er greinilega alveg dottin út úr eldamennskunni s.b.r. Steikina á jóladag. best að borða bara eitthvað hrátt..hehe.. og allskonar grænmeti og þamba kókosvatn meððí...
Það er hundakuldi hérna á skrifstofunni minni, þarf að fá mér almennilegan ofn þessi gamli er eiginlega alveg hættur að hitna, og svo er ein rúðan einföld og þar koma frostrósir stundum. bara að vera í galla....
'Eg held að börn í dag viti ekkert um svoleiðis ekta frostrósir þau halda bara að það sé hópur af fólki að syngja. 'Eg ætla líka að fara með kúbeinin mín út í garð á eftir og taka sundur girðinguna sem liggur flöt...Það verður galið fjör.
'Eg bjargaði strönduðum Jólasveini í gær, ekki samt með þyrlu...Útskýring: ég er nýbúin að lesa Útkallsbókina. En á Lúsí-fer.
Hannasigga er sofnuð aftur en vaknaði samt á afar óvenjulegum tíma kl 7 í morgun við sofnuðum yfir sjónvarpinu uppúr kl 9 í gærkvöldi. Það væri nú nær að vera ekki að reyna að horfa þetta á sjónvarp á kvöldin.
Mér líður eins og ég hafi gleypt gsm síma hann murrar og hringir einhversstaðar fyrir ofan lifrina í mér. HM SKRÍTIÐ.

fimmtudagur, desember 27, 2007

'Eg verð að fara út að labba til að viðra af mér eirðarleysið.
. ÞAð sést varla út á bryggju fyrir hríðarkófi. Fæ Pjakk lánaðan til að labba með hann þegar birtir. Og svo er nú nóg að lesa.
Nú eru jólin búin og næst á dagskrá eru áramótin sagði þulurinn í útvarpinu í morgun.
Það er vetrarlegt út að sjá en það er samt ekki orðið bjart, vetrarfærð og ekki gott veðurútlit, svoleiðis fer ekki vel í mína sál fólk er alltaf að ferðast)

Og þetta sem hefur verið unnið lengi að eins og aðdragandi jólanna ( ég byrjaði á því í apríl). Jólin búin ...Það er eins og síðasta sýning á leikriti og hvernig hún fer með leikendurna það verður einhvernvegin ekkert að gera.

Mér er mjög minnisstætt þegar Leikfélagið sýndi Tobacco road sem var mjög áhrifamikið stykki og síðasta sýning norður í 'Arnesi, leikmyndin brennd á báli í fjörunni allir sungu og sumir með kökk í hálsinum og hræðilega saknaðartilfinningu,
Kannske voru það bara við Addi...

Við Hannasigga fórum upp að Undralandi í gær og renndum heim í Steinó því síminn þar virtist vera bilaður og enginn náði þangað.. Það var hinsvegar allt í lagi með hann gott mál það.. en það er kominn svo mikill snjór á veginn frá Felli að bíllinn minn ýtti á undan sér snjó alla leiðina frameftir og minnti mig á alla ófærðina sem var alltaf í gamla daga... þetta var núna lausasnjór.. 'Eg sagði Hönnusiggu fullt af hrakningasögum af þessarri stuttu leið og oft var mjög erfitt að finna veginn og maður var mokandi og útaf þvers og kruss. Það var mikill mokstur og skak á þeim fyrrverandi ferðalögum. en líka gaman eins og þegar Nonni kom frameftir á jólunum á lítilli jarðýtu með bílinn þeirra í eftirdragi og Svönu og JónGústa pínulítinn í. Það var mjög hæg ferð.

Líka þegar Addi kom á vélsleðanum að sækja okkur JónGísla niður að Felli og fann okkur ekki því víð höfðum komist upp að Miðhúsum alveg óvænt Þá var heiðskírt og hörkufrost og hann fann okkur svo og selflutti á sleðanum frameftir.
'Eg sem hef alltaf verið svo skíthrædd við að fara yfir ána á ís, (algjör gunga á ýmsun sviðum fór það á sleðanum) eins og ekkert væri.

Ein lítil saga enn Þegar Simmi kom heim með Hi luxinn (með kýraugunum) Var glæra svell allsstaðar , þá var Nonni heima í Steinó á flutningabílnum hann var næstum búinn að missa hann niðurfyrir veginn á einum svellbunkanum... það hefði nú verið agalegt...en slapp... Við sáum Simma þokast fram á móti bænum og svo húrraði hann upp fyrir veginn. Hann þokaðist aftur á stað ... og aftur uppfyrir ... og festi.
Nonni fór þá og dró bílinn upp á veginn. og hann komst ca meter og enn útaf.
þá var hætt að reyna og bifreiðin skilin eftir.... Allt ku vera þá þrennt er og ekki þótti hættandi á að hann færi niðurfyrir.


miðvikudagur, desember 26, 2007

Góðan dag og gleðileg jól , þá er nú aðfangadagurinn sem beðið var eftir eftir allan undirbúninginn og allskonar pukurstand og skemmtilegt búinn, 'Eg fékk alveg ótal fallegar og yndislegar jólagjafir, Og svo það sem ég setti á óskalista ´til jólasveinsins..hæ hæ nú get ég farið út í garð og beitt því á glæsilega grindverkið mitt sem liggur flatt hér á bak við húsið. takk takk. 'Aður varð ég alltaf að nota hamar og það er svo erfitt.

OG í gær þegar við vorum öll fjölskyldan samankomin uppi í Steinó þá var verið að skoða gjafirnar og Jón sagði soldið skrítinn á svipinn ,,Þú mátt þakka fyrir að hafa ekki fengið mörg.......hmmm þegar ég kom heim á Höfðagötuna í gærkvöldi þá tók ég ekki eftir neinu skrítnu en í morgun sá ég að ég hafði fengið tvö það hékk á gluggajárninu í eldhúsglugganum sem er dálítið opinn af því að það liggur ljósaleiðsla út um hann, á því var slaufa og kort skrifað með galdraskrift því jólasveinarnir snúa líka essunum öfugt..og nú get ég líka fengið einhvern með mér að taka sundur grindverk og ýmislegt sem þarf og haft til þess tvö almennileg verkfæri.....annað silfurlitt og gljáfægt og hitt rautt.

ég þekki minnstakosti þrjár ungar stúlkur sem gætu hafa hjálpað sveininum að skrifa á kortið, Agnesi, Dagrúnu og Sylvíu en verð að fá mér leynilöggu til að upplýsa málið,... Nonni og Svana vissu um þessa ljósaleiðslu sem hékk út um gluggann... Hanna Sigga er fín leynilögga og sefur nú sem fastast örugglega til hádegis.

Við þeyttumst öll til Hólmavíkur, Kirkjubóls og Undralands í gærkvöldi eftir að það fór að kingja niður snjó. það er svo fljótt að verða ófært heim og vont að vera á ferðinni í byl sem veðurstofan var búin að spá. það var samt enginn bylur kominn í gærkvöld. en það var skíta krapfæri á veginum einhver för lágu útaf kantinum í Hvalvíkinni og svo þvers og kruss á veginum. og allir fóru og gáðu skíthræddir um að einhver hefði farið útaf en þar reyndist ekki vera neinn sem betur fer.

'I gærmorgun Jóladag fór ég eldsnemma á fætur og fór að lesa, ég fékk bókina um Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttur... 'Oreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og, afmælisdagaljóðabók Guðmundar Inga.

Síðan vakti ég HönnuSiggu og dró hana með mér á náttfötunum fram í Lyngás og náði í saumavélina gömlu og stal svo borði sem var úti undir vegg hjá Simma , ég vona að hann fyrirgefi mér það. og svo setti ég þau á ganginn og rauðan dúk á og raðaði svo öllum jólagjöfunum á svo allir gætu skoðað þær. En Hannasigga fór aftur að sofa og svaf sætt og vært til hádegis.
Gústi skildi ekkert í því hvað hafði komist í baðkerið það var fullt af stráum og mold sem ég þvoði af útiborðinu og átti eftir að hreinsa, ég reyndi að skrökva því að ég hefði farið í bað en hann trúði því nú ekki.

Svo þegar allir voru komnir brenndi ég jólasteikina, það hefur aldrei skeð áður, en hún steiktist of lengi við of mikinn hita hjá mér og varð moldþurr svört og frekar ógeðsleg, en hún kláraðist nú samt en það var nú líka hangikjöt og Svana bjó til góða sósu á misheppnuðu steikina mína.

Eftir skoðanakönnun innan slektisins þá ætla ég að hafa afar einfaldan mat næst. hangikjöt, Rúgbrauð og síldog lax og egg, og ís og kaffi , ekkert annað. það verður afar
þægilegt. Svo eru listaverk Svönu á smákökusviðinu alveg brilliant bæði í útliti og vo eru þær með afbrigðum bragðgóðar.

Og nú trúi ég á Jólasveinana , hef reyndar alltaf gert það en aldrei sent tölvupóst í töfrahellinn þeirra fyrr. Nú er Jólatrésball barnanna í dag og það er norðaustan bylur klukkan er orðin átta og ég þakka fyrir allar mínar góðu gjafir...elska ykkur...

föstudagur, desember 21, 2007

Hó hó alveg ágætis föstudagur það er svarta myrkur uti og kom fullt af fólki á markaðinn í dag. ég fór eldsnemma út að labba með Pjakk og Grákisi er alveg sármóðgaður og sendir hvert essemmessið á fætur öðru til foreldra sinna, algjör klöguskítur. Addi og Hildur koma á morgun og Hanzka franska. það er komið óhugnanlega nálægt jólum og ég á eftir að gera smá bráðnauðsynlega hluti.....Skal samt..... fer snemma að sofa og vakna því fyrr...... mér finnst endilega eins og það séu jól á morgun....Hlakka til að gera ekki neitt í nokkra daga... Nema lesa og sofa.
Nú er Gunna á nýju skónum nú eru að koma jól !!!! Það er aldeilis búið að vera fjör á markaðnum mínum... fullt af fólki komið að spjalla og skoða, kaupa og fá sér kaffisopa, það er líka ákaflega hlýtt og notalegt að koma inn á galdrasafnið og allt er þar upplýst og jólalegt. Fínasta tónlist og útiljósin sem Siggi er búin að berjast hetjulegri baráttu við í rokum undanfarinna daga reyna af fremsta megni að lýsa upp biksvart myrkrið utan dyra því ekki er nú einu sinni grátt í jörð hvað þá hvítt. Þó eru verðurfræðingarnir hálfpartinn búnir að lofa smá jólasnjó á þorláksmessu og aðfangadag. Gott mál það en rok og bylur vinsamlegast afþakkað.
Það hýrnaði aðeins yfir framhliðinni á garðinum mínum þegar búið var að reisa þilið framan á sólpallinum mínum upp aftur en það fauk í einu rokinu. Þetta er hliðin sem snýr að götunni og viðreisnin tókst með aðstoð Ninna og Jonna og var mikið kraftaverk ég stóð með sextommu naglagaura og negldi eins og ég ætti lífið að leysa, og fór svo seinna og tjaslaði upp allskonar styrkingum sem eiga að duga ef kemur eitt rok enn (eða tvö) nú og svo er ég búin að setja ljósaseríu á sólina Nonni gerði við seríuna fyrir mig (Hann er alveg séní í seríuviðgerðum) og nú er ég líka búin að setja ljós kring um báðar útidyrnar og á tröppuhandriðið og er þar með orðin maður með mönnum útiljósaskreytingalega séð ( Konur eruvíst líka menn)
'i gær var svo jólaball skólans og hljómsveitin Grunntónn spilaði . Ha hva segir svo fólk sem ekki kemur á umrætt ball svo við erum ekki enn heimsfræg greinilega, en afar skemmtileg í jólalögunum TD Göngum við í kríngumm.. sem er ca.hundrað erindi.. og svo eigum við okkar einka uppáhaldslög, Ljósadýrð loftin fyllir... Það á að gefa börnum brauð, og Grýlukvæði. Börnin léku frumsamin leikrit af innlifun og Alltíeinu stormuðu inn ótal jólasveinar sem dönsuðu kring um tréið og gáfu öllum börnunum mandarínur en höfðu foreldrana afana og ömmurnar og hljómsveitina útundan og það finnst mér nú ekki fallegt.
'Eg er að passa Pjakk og Grámjása og þegar ég kom í gærkvöldi varð Pjakkur voða glaður en Grámjási sat svangur uppi á borði með mjóg alvarlegan merkilegheitasvip því Pjakkur var búinn með matinn hans.
Svo er ég líka að passa eina Kisu í viðbót og tvo pínulitla Entera.. Algjör kríli...

mánudagur, desember 17, 2007

Lukku finnst ógeðslega langt og stressandi að bíða eftir þessum jólum.
Nú er jólastressið komið í algleyming og fólk gengur um eins og byrðar lífsins ætli það hreint að drepa....Smá frá sjónarhóli kvenna.... Konurnar spyrja hver aðra ertu búin að öllu.. og svarið er kannske á þennan veg ooohhh ég á eftir að pakka inn og skrifa á öll jólakortin og baka annars ætlaði ég nú að taka það rólega fyrir þessi jól og slaka á en einhvernvegin hefur það nú farið öðruvísi.. og nú á ég eftir að taka skápana og fara í gegn um alla pappíra og ég er að vinna yfirvinnu og og og og ég er að verða vitlaus á þessu öllu saman og næst skal ég svo sannarlega fara í utanlandsferð um jólin,,Heimsreisu fjandinn hafi það.. Maðurinn minn hefur ekki tíma til að gera neitt ...Um helgina lá hann yfir útiljósaseríunum og það vantaði fullt af perum og seríurnar voru allar í flækju og þar sem ég var þó búin að taka til var á sunnudagskvöldið allt á kafi í ónýtum perum og seríubútum... ég er alltaf að reyna að vera þessi ofurkona sem fer um eins og hvítur stormsveipur og skilur eftir sig slóð af tandurhreinum samanbrotnum þvotti....bakar fullt af smákökusortum eins og mamma gerði alltaf, gerir hreint í öllum herbergjunum....eldar, fer í vinnuna til að borga allt sem þarf að kaupa,... fer í ræktina því það er svo nauðsynlegt í skammdeginu.... föndrar jólagjafirnar og fer með börnunum á skemmtanir. Allt með bros á vör og lætur vöðvabólguna í öxlunum ekkert á sig fá....
Og svo er það karlpeningurinn....Fer í vinnuna, berst við útiseríurnar hvenær sem hann á frístund...reynir að vera skemmtilegur í húsi en er rekinn út úr eldhúsinu..Hugsið ykkur hvað hann er búinn að hugsa sér að fara inn í eldhús, læðast aftan að konunni sinni gefa henni koss og knús og segja mikið rosalega ertu dugleg elskan bara búin að setja í uppþvottavélina og leggja á borðið og elda...og þú býrð til svo góðar jólasmákökur.. Og í útvarpinu syngur Bjöggi "alt fyrir mig"!!!!!!
EN þetta er samt.... ég fer ekki ofan af því..... Skemmtilegt... samt bara eins og við gerum það við ráðum því nokk. ...það eru að koma jól núna sem og áður í svartasta skammdeginu. og það gefur lífinu lit ef við viljum hafa það þannig. það er svo gaman að stússast í þessu öllu útbúa jólapakka fyrir þá sem maður elskar og vill vera góður við, syngja með börnunum, rápa í búðir, hitta fólk og jólasveina,,rausa út af rigningunni og auglýsingunum í sjónvarpinu og útvarpinu,. Þetta er partur af prógramminu.. Baráttan við jólaseríurnar... og svo kemur aðfangadagskvöld og við kveikjum á kertum og borðum jólamatinn okkar opnum forvitin pakkana okkar.
Og ekki gleyma því að þetta er út af honum Jesúsi litla sem fæddist á jólunum og var lagður í
jötu og Maríu mömmu hans og Jósef pabba, það fór áreiðanlega ekki ver um hann í jötunni heldur en þó hann hefði verið á fjárans gistihúsinu sem var fullt. og þá hefðu kannske hirðarnir og englarnir ekki komist inn til hans með gullið reykelsið og myrruna af því eigandi gistihússins hefð læst svo snemma eða þannig. friður og ró kindurnar jórtrandi í kring og stjarnan á himninum og mýgrútur af englum sem sungu og sungu. Horfum nú á kertaljósin okkar og hlustum á jólalög. og kíkjum svo út á jólanóttina og sjáum engla.

sunnudagur, desember 16, 2007

Eg er búin að snautast heim og nú dugir ekki að hanga í leti og þarf aldeilis að taka til hendinni og laga það sem rokið hefur eyðilagt, hjóla í eldhúsgólfið og skella upp jólamamarkaði Strandakúnstar sem verður í galdrasafninu að þessu sinni og opnar sennilega á þriðjudag en það verður nú auglýst.
'Eg er strax búin að taka upp úr pokum og pinklum og setja ljós, koma tölvunni minni saman eins og sjá má og hún malar fínt með sinn nýja harða disk,. Bjórinn situr á skannanum og glottir heimskulega, með trumbuna sína um hálsinn.
Sagan mín er í þann vegin að fá nýjan endir sem er ekki eins erótískur og frekar fyrir börn, þannig að ef jólasveinninn er afi barnanna og hefur gert dodo með ömmunni þá verður ekki minnst á það í sögunni en hugmyndaríka lesendur grunar efalaust sitt af hverju. Ekki meir um það í bili.
Saltklessan Lúsí verður að fá þvott og bón á morgun ég hef aldrei séð eins rokbarinn og útklíndan salt og tjörubíl.
Það var hellings hálka sunnan úr norðurárdal í dag og út fyrir Brú, annars gott en það verður ekki glæsilegt fyrst þegar frostið linast.....

föstudagur, desember 14, 2007

Tölvan mín er komin í lag með nýjan harðan disk og það tókst að bjarga því sem var á hinum,....
'Eg þarf að fá stórt kúbein í jólagjöf.. Kæri jólasveinn viltu gefa mér kúbein ef þú sérð þetta blogg...... þín einlægur aðdáandi.....'Asdís.
Jæja þá er ég nú búin með þessa indælis Reykjalundarvist og fer ekki ofan af því að það eru algjör forréttindi að fá að dvelja þarna og njóta alls þess sem allt þetta góða starfsfólk miðlar manni af þekkingu sinni, maturinn, öll tækja og hreyfiþjálfunin , allskonar frábær fræðsla, iðjuþjálfunin, námskeið.
Það eina sem er óþolandi og er reyndar á öðrum stöðum líka, því miður er það sem gerist þegar fólk ætlar að horfa á sjónvarp í setustofunum, en það eru karlmenn sem ríghalda sér í fjarstýringarnar, skipta um stöðvar sem óðir væru og virðast missa heyrnina í leiðinni og heyra ekki kurteisleg tilmæli annarra sem eru að reyna að horfa. Þetta er ógeðslega óhugnanlegt fyrirbæri sem ætti að banna að mínu mati.
Nú er ég komin til Hönnusiggu og ætla alls ekki að fara norður fyrr en veðrið skánar
Samt eru horfur á þvi að ég fari fyrr norður en ég ætlaði eða kannske á morgun. en ætlaði nú ekki fyrr en á sunnudag / mánudag. en veðurspáin er einhvernig þannig að það gæti orðið vont veður á sunnudaginn líka. Og mig langar nú ekki að lenda í neinu roki og ógeði.. 'Eg ætla að fara í bíó kl 8. með Hönnusiggu að sjá Duggholufólkið. Og svo á ég eeftir að fara í Bónusferð og kaupa tvær til þrjár jólagjafir. 'Eg heyrði í Hildi og heima er veðrið að versna verulega og grunar mig að það sem er eftir af umhverfi hússins míns á Höfðagötunni eigi eftir að fjúka og í nótt fékk ég martröð og dreymdi kerruna hans G.Björnssonar hún fauk upp í loftið og fauk fram og aftur um Höfðagötuna og krassaði utan í húsin og svo kom Sæsi og ætlaði að stoppa þetta en tókst líka á loft og flaug fram og aftur hangandi í kerrunni.
Ef þetta veit ekki á meira rok þá ....hóhó.....Það er eitthvað inní strompnum sem að situr þarna fast.....'Eg hlakka ógeðslega mikið til jólanna.

mánudagur, desember 10, 2007

'Eg er búin að fara heim með allt dótið. það er búið að vera mjög fallegt veður yfir helgina og ég hef aldeilis drukkið í mig orku og náttúrufegurðina á Strandafjöllunum og Holtavörðuheiðinni . Það skal tekið fram að það hefur líka verið fínt veður á jafnsléttu. eða þannig. 'Eg vaknaði eldsnemma á laugardagsmorguninn og pakkaði inn jólagjöfum til klukkan hálf þrjú, reif mig þá upp og skrapp í kaffiog afslöppun til Höllu síðan heim í dressið og í matinn. 'Eg fór á Jólahlaðborðið á Riis á laugardagskvöldið með Adda, Hildi, Svönu, Nonna, Jóni Gústa 'Ardísi og Sigga Jóni og Ester og þar var alveg fleytifullt af dýrustu kræsingum á borðum, Við 'Ardís entumst ekki nema til hálf tólf og fórum þá heim að sofa. Við 'Ardís drösluðum svo í gær hliðinni af sólpallinum burt úr innkeyrslunni og eitthvað verð ég að gera í því fyrir jól að laga það . fórum svo suður í gær í blíðuveðri, og nú er ég í morgunsárið búin að fara út í stafagöngu, innileikfimi, og tækjasalinn, síðan er sund á eftir. 'A þessum tveimur vikum sem ég er búin að vera hér hafa farið af mínum myndarlega og ofurfallega kropp, fjögur kíló og tvöhundruð grömm þrátt fyrir tvö jólahlaðborð og jólagjafainnpökkun og stefni ég á að bæta einu við áður en þessu prógrammi er lokið..
Það er helst til tíðinda að hvíta Tojotan mín hefur fengið endanlegt nafn . það gefur auga leið að hún getur ekki heitið Lúsífer því hann þarf að vera svartur SBR. svarta súkkan svo nú er hún kvenkyns bíll heitir bara Lúsí... Lukka er upp á kant eins og vanalega og vill hafa það flottara á þann veg að skrifa Lucy með céi og ufsíloni.. Hún er í smá óstuði og fannst lélegt af mér að fara á jólahlaðborð og nenna ekki að vera á balli én ég ætla nú að fara á Þorláksmessu á CaféRiis í staðinn. þar verður Bjarni 'Omar með Bubbatónleika, Tekur vonandi Blue Cristmas fyrir mig líka.
Tölvan mín er biluð og það finnst mér hræðilegt hún er úti í bíl og ég ætla að fara með hana í viðgerð ..það var til einhvers að fá sér adsl tengingu ég er viss um að það sé henni að kenna og mér hafi hefnst fyrir græðgina oj bara, ..fuss og svei. svona er að vera með eitthvert bévítans snobbvesen og halda að það sé fínna að hafa ekki örbylgjutengingu.

föstudagur, desember 07, 2007

asdkfjdpskgjhkæjr4gp uihrpeionv,xdn v,nxcægrneoið
Og nú legg ég á stað heim í skreppiferð yfir helgina eftir tæpan klukkutíma. Hæ Hæ gaman, (Saltstorkna-tjöruklessan ) mín er full af dóti. Sé ykkur á jólahlaðborði á Hólmavík í kvöld. Ljósadýrð loftin fyllir trallala .....

sunnudagur, desember 02, 2007

Það er nú alveg ótrúlegt hvað fýkur í þessum rokum hjá Jóni og Ester úti á Kirkjubóli. Þarna á aðfaranótt laugardagsins held ég fauk eldavélin þeirra..........
Jæja nú voru Addi og Hildur að lenda 'I Keflavík. Brynja farin af stað norður með yfirfullan bíl af fólki og dóti og einn apa. Við 'Ardís fórum í nýju búðina í Holtagörðum og þvílíkur hryllingur. ég þarf sem betur fer ekki að kaupa meira fyrir jól nema mat. en er örugglega búin að stofna mér í skuldir fyrir næstu þrjú ár eða þannig..samt búin að viða að mér timbri fyrir talsverða atvinnu. Nú er ég orðin smá sárfætt í nýju skónum mínum á öllu þessu labbi.
Nonni og Svana komu í heimsókn í gærkvöldi og Agnes og Jakob og voru bara í rólegheitum að spjalla, Brynja og 'Asdís og Sylvía komu líka það er svo gott að geta sýnt þeim sem slæðast til mín hvernig ég bý þarna í Oddshúsi. og búa til kaffi og spjalla Það gefur verunni þarna verulegan lit. nú eru bara eftir13 eða 14 dagar og kannske verður gott veður á næstu helgi og ég skreppi norður, ekki það að það væsi um mig hér það er gott að takaáðí í þjálfun og sundi og mataræði og málningu.

laugardagur, desember 01, 2007

Nú erum við Brynja og 'Asdís og Sylvía að fara í búðarráp. kortin loga og kaupæðið hefur heltekið mann. "þetta er fallegur dagur" framundan er Húsasmiðjan og Blómaval 'Ikea og Kringlan,vaaaá. Við verðum eins og gömlu draugarnir um hádegisbilið. Gengnar upp að hnjám eða gengnar aftur eða gengnar upp eða þannig.
mig langar á Örn 'Arnason sem syngur eldgömul revíulög ásamt Soffíu Karls í Iðnó kl átta í kvöld.