Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, desember 27, 2007

Nú eru jólin búin og næst á dagskrá eru áramótin sagði þulurinn í útvarpinu í morgun.
Það er vetrarlegt út að sjá en það er samt ekki orðið bjart, vetrarfærð og ekki gott veðurútlit, svoleiðis fer ekki vel í mína sál fólk er alltaf að ferðast)

Og þetta sem hefur verið unnið lengi að eins og aðdragandi jólanna ( ég byrjaði á því í apríl). Jólin búin ...Það er eins og síðasta sýning á leikriti og hvernig hún fer með leikendurna það verður einhvernvegin ekkert að gera.

Mér er mjög minnisstætt þegar Leikfélagið sýndi Tobacco road sem var mjög áhrifamikið stykki og síðasta sýning norður í 'Arnesi, leikmyndin brennd á báli í fjörunni allir sungu og sumir með kökk í hálsinum og hræðilega saknaðartilfinningu,
Kannske voru það bara við Addi...

Við Hannasigga fórum upp að Undralandi í gær og renndum heim í Steinó því síminn þar virtist vera bilaður og enginn náði þangað.. Það var hinsvegar allt í lagi með hann gott mál það.. en það er kominn svo mikill snjór á veginn frá Felli að bíllinn minn ýtti á undan sér snjó alla leiðina frameftir og minnti mig á alla ófærðina sem var alltaf í gamla daga... þetta var núna lausasnjór.. 'Eg sagði Hönnusiggu fullt af hrakningasögum af þessarri stuttu leið og oft var mjög erfitt að finna veginn og maður var mokandi og útaf þvers og kruss. Það var mikill mokstur og skak á þeim fyrrverandi ferðalögum. en líka gaman eins og þegar Nonni kom frameftir á jólunum á lítilli jarðýtu með bílinn þeirra í eftirdragi og Svönu og JónGústa pínulítinn í. Það var mjög hæg ferð.

Líka þegar Addi kom á vélsleðanum að sækja okkur JónGísla niður að Felli og fann okkur ekki því víð höfðum komist upp að Miðhúsum alveg óvænt Þá var heiðskírt og hörkufrost og hann fann okkur svo og selflutti á sleðanum frameftir.
'Eg sem hef alltaf verið svo skíthrædd við að fara yfir ána á ís, (algjör gunga á ýmsun sviðum fór það á sleðanum) eins og ekkert væri.

Ein lítil saga enn Þegar Simmi kom heim með Hi luxinn (með kýraugunum) Var glæra svell allsstaðar , þá var Nonni heima í Steinó á flutningabílnum hann var næstum búinn að missa hann niðurfyrir veginn á einum svellbunkanum... það hefði nú verið agalegt...en slapp... Við sáum Simma þokast fram á móti bænum og svo húrraði hann upp fyrir veginn. Hann þokaðist aftur á stað ... og aftur uppfyrir ... og festi.
Nonni fór þá og dró bílinn upp á veginn. og hann komst ca meter og enn útaf.
þá var hætt að reyna og bifreiðin skilin eftir.... Allt ku vera þá þrennt er og ekki þótti hættandi á að hann færi niðurfyrir.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home