Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, desember 21, 2007

Nú er Gunna á nýju skónum nú eru að koma jól !!!! Það er aldeilis búið að vera fjör á markaðnum mínum... fullt af fólki komið að spjalla og skoða, kaupa og fá sér kaffisopa, það er líka ákaflega hlýtt og notalegt að koma inn á galdrasafnið og allt er þar upplýst og jólalegt. Fínasta tónlist og útiljósin sem Siggi er búin að berjast hetjulegri baráttu við í rokum undanfarinna daga reyna af fremsta megni að lýsa upp biksvart myrkrið utan dyra því ekki er nú einu sinni grátt í jörð hvað þá hvítt. Þó eru verðurfræðingarnir hálfpartinn búnir að lofa smá jólasnjó á þorláksmessu og aðfangadag. Gott mál það en rok og bylur vinsamlegast afþakkað.
Það hýrnaði aðeins yfir framhliðinni á garðinum mínum þegar búið var að reisa þilið framan á sólpallinum mínum upp aftur en það fauk í einu rokinu. Þetta er hliðin sem snýr að götunni og viðreisnin tókst með aðstoð Ninna og Jonna og var mikið kraftaverk ég stóð með sextommu naglagaura og negldi eins og ég ætti lífið að leysa, og fór svo seinna og tjaslaði upp allskonar styrkingum sem eiga að duga ef kemur eitt rok enn (eða tvö) nú og svo er ég búin að setja ljósaseríu á sólina Nonni gerði við seríuna fyrir mig (Hann er alveg séní í seríuviðgerðum) og nú er ég líka búin að setja ljós kring um báðar útidyrnar og á tröppuhandriðið og er þar með orðin maður með mönnum útiljósaskreytingalega séð ( Konur eruvíst líka menn)
'i gær var svo jólaball skólans og hljómsveitin Grunntónn spilaði . Ha hva segir svo fólk sem ekki kemur á umrætt ball svo við erum ekki enn heimsfræg greinilega, en afar skemmtileg í jólalögunum TD Göngum við í kríngumm.. sem er ca.hundrað erindi.. og svo eigum við okkar einka uppáhaldslög, Ljósadýrð loftin fyllir... Það á að gefa börnum brauð, og Grýlukvæði. Börnin léku frumsamin leikrit af innlifun og Alltíeinu stormuðu inn ótal jólasveinar sem dönsuðu kring um tréið og gáfu öllum börnunum mandarínur en höfðu foreldrana afana og ömmurnar og hljómsveitina útundan og það finnst mér nú ekki fallegt.
'Eg er að passa Pjakk og Grámjása og þegar ég kom í gærkvöldi varð Pjakkur voða glaður en Grámjási sat svangur uppi á borði með mjóg alvarlegan merkilegheitasvip því Pjakkur var búinn með matinn hans.
Svo er ég líka að passa eina Kisu í viðbót og tvo pínulitla Entera.. Algjör kríli...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home