Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 10, 2007

'Eg er búin að fara heim með allt dótið. það er búið að vera mjög fallegt veður yfir helgina og ég hef aldeilis drukkið í mig orku og náttúrufegurðina á Strandafjöllunum og Holtavörðuheiðinni . Það skal tekið fram að það hefur líka verið fínt veður á jafnsléttu. eða þannig. 'Eg vaknaði eldsnemma á laugardagsmorguninn og pakkaði inn jólagjöfum til klukkan hálf þrjú, reif mig þá upp og skrapp í kaffiog afslöppun til Höllu síðan heim í dressið og í matinn. 'Eg fór á Jólahlaðborðið á Riis á laugardagskvöldið með Adda, Hildi, Svönu, Nonna, Jóni Gústa 'Ardísi og Sigga Jóni og Ester og þar var alveg fleytifullt af dýrustu kræsingum á borðum, Við 'Ardís entumst ekki nema til hálf tólf og fórum þá heim að sofa. Við 'Ardís drösluðum svo í gær hliðinni af sólpallinum burt úr innkeyrslunni og eitthvað verð ég að gera í því fyrir jól að laga það . fórum svo suður í gær í blíðuveðri, og nú er ég í morgunsárið búin að fara út í stafagöngu, innileikfimi, og tækjasalinn, síðan er sund á eftir. 'A þessum tveimur vikum sem ég er búin að vera hér hafa farið af mínum myndarlega og ofurfallega kropp, fjögur kíló og tvöhundruð grömm þrátt fyrir tvö jólahlaðborð og jólagjafainnpökkun og stefni ég á að bæta einu við áður en þessu prógrammi er lokið..
Það er helst til tíðinda að hvíta Tojotan mín hefur fengið endanlegt nafn . það gefur auga leið að hún getur ekki heitið Lúsífer því hann þarf að vera svartur SBR. svarta súkkan svo nú er hún kvenkyns bíll heitir bara Lúsí... Lukka er upp á kant eins og vanalega og vill hafa það flottara á þann veg að skrifa Lucy með céi og ufsíloni.. Hún er í smá óstuði og fannst lélegt af mér að fara á jólahlaðborð og nenna ekki að vera á balli én ég ætla nú að fara á Þorláksmessu á CaféRiis í staðinn. þar verður Bjarni 'Omar með Bubbatónleika, Tekur vonandi Blue Cristmas fyrir mig líka.
Tölvan mín er biluð og það finnst mér hræðilegt hún er úti í bíl og ég ætla að fara með hana í viðgerð ..það var til einhvers að fá sér adsl tengingu ég er viss um að það sé henni að kenna og mér hafi hefnst fyrir græðgina oj bara, ..fuss og svei. svona er að vera með eitthvert bévítans snobbvesen og halda að það sé fínna að hafa ekki örbylgjutengingu.

3 Comments:

  • At 6:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Frábær árangur hjá þér! Ég hlakka til að fá þig alveg heim :) Takk fyrir helgina. Sjáumst hressar :*

     
  • At 10:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvernig var þetta með .....jólasveininn. Datt hann alveg uppfyrir í öllu jólastressinu.Svo er mál að linni þessu suðurbulli í þér og þú komir þér heim til okkar. Við erum ekki nema á 5 og 1/2 án þín.Bæ Vargurinn.

     
  • At 1:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jólasveinninn er sko ekki aldeilis dottinn uppfyrir) svo kem ég bráðum og þá kommer vi heim og sammen og gefum í. og snúningurinn verður á öðru hundraðinu þar sem það á við...Tíhí
    Gefðu mér gott í skóinn, góði jólasveinn tralllalla.. kem heim og set kúrekastígvélin mín út í glugga...

     

Skrifa ummæli

<< Home