Nú er jólastressið komið í algleyming og fólk gengur um eins og byrðar lífsins ætli það hreint að drepa....Smá frá sjónarhóli kvenna.... Konurnar spyrja hver aðra ertu búin að öllu.. og svarið er kannske á þennan veg ooohhh ég á eftir að pakka inn og skrifa á öll jólakortin og baka annars ætlaði ég nú að taka það rólega fyrir þessi jól og slaka á en einhvernvegin hefur það nú farið öðruvísi.. og nú á ég eftir að taka skápana og fara í gegn um alla pappíra og ég er að vinna yfirvinnu og og og og ég er að verða vitlaus á þessu öllu saman og næst skal ég svo sannarlega fara í utanlandsferð um jólin,,Heimsreisu fjandinn hafi það.. Maðurinn minn hefur ekki tíma til að gera neitt ...Um helgina lá hann yfir útiljósaseríunum og það vantaði fullt af perum og seríurnar voru allar í flækju og þar sem ég var þó búin að taka til var á sunnudagskvöldið allt á kafi í ónýtum perum og seríubútum... ég er alltaf að reyna að vera þessi ofurkona sem fer um eins og hvítur stormsveipur og skilur eftir sig slóð af tandurhreinum samanbrotnum þvotti....bakar fullt af smákökusortum eins og mamma gerði alltaf, gerir hreint í öllum herbergjunum....eldar, fer í vinnuna til að borga allt sem þarf að kaupa,... fer í ræktina því það er svo nauðsynlegt í skammdeginu.... föndrar jólagjafirnar og fer með börnunum á skemmtanir. Allt með bros á vör og lætur vöðvabólguna í öxlunum ekkert á sig fá....
Og svo er það karlpeningurinn....Fer í vinnuna, berst við útiseríurnar hvenær sem hann á frístund...reynir að vera skemmtilegur í húsi en er rekinn út úr eldhúsinu..Hugsið ykkur hvað hann er búinn að hugsa sér að fara inn í eldhús, læðast aftan að konunni sinni gefa henni koss og knús og segja mikið rosalega ertu dugleg elskan bara búin að setja í uppþvottavélina og leggja á borðið og elda...og þú býrð til svo góðar jólasmákökur.. Og í útvarpinu syngur Bjöggi "alt fyrir mig"!!!!!!
EN þetta er samt.... ég fer ekki ofan af því..... Skemmtilegt... samt bara eins og við gerum það við ráðum því nokk. ...það eru að koma jól núna sem og áður í svartasta skammdeginu. og það gefur lífinu lit ef við viljum hafa það þannig. það er svo gaman að stússast í þessu öllu útbúa jólapakka fyrir þá sem maður elskar og vill vera góður við, syngja með börnunum, rápa í búðir, hitta fólk og jólasveina,,rausa út af rigningunni og auglýsingunum í sjónvarpinu og útvarpinu,. Þetta er partur af prógramminu.. Baráttan við jólaseríurnar... og svo kemur aðfangadagskvöld og við kveikjum á kertum og borðum jólamatinn okkar opnum forvitin pakkana okkar.
Og ekki gleyma því að þetta er út af honum Jesúsi litla sem fæddist á jólunum og var lagður í
jötu og Maríu mömmu hans og Jósef pabba, það fór áreiðanlega ekki ver um hann í jötunni heldur en þó hann hefði verið á fjárans gistihúsinu sem var fullt. og þá hefðu kannske hirðarnir og englarnir ekki komist inn til hans með gullið reykelsið og myrruna af því eigandi gistihússins hefð læst svo snemma eða þannig. friður og ró kindurnar jórtrandi í kring og stjarnan á himninum og mýgrútur af englum sem sungu og sungu. Horfum nú á kertaljósin okkar og hlustum á jólalög. og kíkjum svo út á jólanóttina og sjáum engla.
Og svo er það karlpeningurinn....Fer í vinnuna, berst við útiseríurnar hvenær sem hann á frístund...reynir að vera skemmtilegur í húsi en er rekinn út úr eldhúsinu..Hugsið ykkur hvað hann er búinn að hugsa sér að fara inn í eldhús, læðast aftan að konunni sinni gefa henni koss og knús og segja mikið rosalega ertu dugleg elskan bara búin að setja í uppþvottavélina og leggja á borðið og elda...og þú býrð til svo góðar jólasmákökur.. Og í útvarpinu syngur Bjöggi "alt fyrir mig"!!!!!!
EN þetta er samt.... ég fer ekki ofan af því..... Skemmtilegt... samt bara eins og við gerum það við ráðum því nokk. ...það eru að koma jól núna sem og áður í svartasta skammdeginu. og það gefur lífinu lit ef við viljum hafa það þannig. það er svo gaman að stússast í þessu öllu útbúa jólapakka fyrir þá sem maður elskar og vill vera góður við, syngja með börnunum, rápa í búðir, hitta fólk og jólasveina,,rausa út af rigningunni og auglýsingunum í sjónvarpinu og útvarpinu,. Þetta er partur af prógramminu.. Baráttan við jólaseríurnar... og svo kemur aðfangadagskvöld og við kveikjum á kertum og borðum jólamatinn okkar opnum forvitin pakkana okkar.
Og ekki gleyma því að þetta er út af honum Jesúsi litla sem fæddist á jólunum og var lagður í
jötu og Maríu mömmu hans og Jósef pabba, það fór áreiðanlega ekki ver um hann í jötunni heldur en þó hann hefði verið á fjárans gistihúsinu sem var fullt. og þá hefðu kannske hirðarnir og englarnir ekki komist inn til hans með gullið reykelsið og myrruna af því eigandi gistihússins hefð læst svo snemma eða þannig. friður og ró kindurnar jórtrandi í kring og stjarnan á himninum og mýgrútur af englum sem sungu og sungu. Horfum nú á kertaljósin okkar og hlustum á jólalög. og kíkjum svo út á jólanóttina og sjáum engla.
3 Comments:
At 9:19 f.h., Nafnlaus said…
Þessi lýsing þín á jólaundirbúningnum er mér með öllu ókunn og fjandinn fjarri mér ef svona stress gefur lífinu lit. Má ég þá frekar vera litlaus :)
At 9:47 f.h., Nafnlaus said…
Þetta er alls ekki mín skoðun og stressið gefur lífinu engan lit en mín skoðun er að maður skuli njóta þess að vera til í skammdeginu sem og aðra daga en þetta er til og heyrist alltof oft.Ma
At 8:17 e.h., Nafnlaus said…
ég er að huksa um að vera bara í fjárhúsunum á aðfangadagskvöl og spjalla við kindurnar:)
Skrifa ummæli
<< Home