Eg er búin að snautast heim og nú dugir ekki að hanga í leti og þarf aldeilis að taka til hendinni og laga það sem rokið hefur eyðilagt, hjóla í eldhúsgólfið og skella upp jólamamarkaði Strandakúnstar sem verður í galdrasafninu að þessu sinni og opnar sennilega á þriðjudag en það verður nú auglýst.
'Eg er strax búin að taka upp úr pokum og pinklum og setja ljós, koma tölvunni minni saman eins og sjá má og hún malar fínt með sinn nýja harða disk,. Bjórinn situr á skannanum og glottir heimskulega, með trumbuna sína um hálsinn.
Sagan mín er í þann vegin að fá nýjan endir sem er ekki eins erótískur og frekar fyrir börn, þannig að ef jólasveinninn er afi barnanna og hefur gert dodo með ömmunni þá verður ekki minnst á það í sögunni en hugmyndaríka lesendur grunar efalaust sitt af hverju. Ekki meir um það í bili.
Saltklessan Lúsí verður að fá þvott og bón á morgun ég hef aldrei séð eins rokbarinn og útklíndan salt og tjörubíl.
Það var hellings hálka sunnan úr norðurárdal í dag og út fyrir Brú, annars gott en það verður ekki glæsilegt fyrst þegar frostið linast.....
'Eg er strax búin að taka upp úr pokum og pinklum og setja ljós, koma tölvunni minni saman eins og sjá má og hún malar fínt með sinn nýja harða disk,. Bjórinn situr á skannanum og glottir heimskulega, með trumbuna sína um hálsinn.
Sagan mín er í þann vegin að fá nýjan endir sem er ekki eins erótískur og frekar fyrir börn, þannig að ef jólasveinninn er afi barnanna og hefur gert dodo með ömmunni þá verður ekki minnst á það í sögunni en hugmyndaríka lesendur grunar efalaust sitt af hverju. Ekki meir um það í bili.
Saltklessan Lúsí verður að fá þvott og bón á morgun ég hef aldrei séð eins rokbarinn og útklíndan salt og tjörubíl.
Það var hellings hálka sunnan úr norðurárdal í dag og út fyrir Brú, annars gott en það verður ekki glæsilegt fyrst þegar frostið linast.....
2 Comments:
At 8:51 e.h., Nafnlaus said…
Úff mikið er mér létt að vita að þú ert komin heim úr veðrahamnum þarna syðra. Mammamía og úffamía líka.Sí jú dér.túttan.
At 8:13 f.h., Nafnlaus said…
oooh mikið fíla ég þig alveg í tætlur hlakka ogisslega til að hitta þig..'Eg Snúllan.
Skrifa ummæli
<< Home