Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, desember 14, 2007

Jæja þá er ég nú búin með þessa indælis Reykjalundarvist og fer ekki ofan af því að það eru algjör forréttindi að fá að dvelja þarna og njóta alls þess sem allt þetta góða starfsfólk miðlar manni af þekkingu sinni, maturinn, öll tækja og hreyfiþjálfunin , allskonar frábær fræðsla, iðjuþjálfunin, námskeið.
Það eina sem er óþolandi og er reyndar á öðrum stöðum líka, því miður er það sem gerist þegar fólk ætlar að horfa á sjónvarp í setustofunum, en það eru karlmenn sem ríghalda sér í fjarstýringarnar, skipta um stöðvar sem óðir væru og virðast missa heyrnina í leiðinni og heyra ekki kurteisleg tilmæli annarra sem eru að reyna að horfa. Þetta er ógeðslega óhugnanlegt fyrirbæri sem ætti að banna að mínu mati.
Nú er ég komin til Hönnusiggu og ætla alls ekki að fara norður fyrr en veðrið skánar
Samt eru horfur á þvi að ég fari fyrr norður en ég ætlaði eða kannske á morgun. en ætlaði nú ekki fyrr en á sunnudag / mánudag. en veðurspáin er einhvernig þannig að það gæti orðið vont veður á sunnudaginn líka. Og mig langar nú ekki að lenda í neinu roki og ógeði.. 'Eg ætla að fara í bíó kl 8. með Hönnusiggu að sjá Duggholufólkið. Og svo á ég eeftir að fara í Bónusferð og kaupa tvær til þrjár jólagjafir. 'Eg heyrði í Hildi og heima er veðrið að versna verulega og grunar mig að það sem er eftir af umhverfi hússins míns á Höfðagötunni eigi eftir að fjúka og í nótt fékk ég martröð og dreymdi kerruna hans G.Björnssonar hún fauk upp í loftið og fauk fram og aftur um Höfðagötuna og krassaði utan í húsin og svo kom Sæsi og ætlaði að stoppa þetta en tókst líka á loft og flaug fram og aftur hangandi í kerrunni.
Ef þetta veit ekki á meira rok þá ....hóhó.....Það er eitthvað inní strompnum sem að situr þarna fast.....'Eg hlakka ógeðslega mikið til jólanna.

3 Comments:

  • At 9:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú ert nú rétt eins og klikkaði jólasveinninn í sögunni ha????Hér er andvari +5 og yndislegt. Er þetta ekki makalaust að búa á stöku stað!!!!!!!!Mikið hlakka ég til þegar þú ropast heim. Bless á meðan ......konan.

     
  • At 10:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir samveruna á Reykjalundi Ásdís mín og gangi þér allt í haginn. Hlakka til að sjá þig 15 febrúar næst komandi! Farðu vel með þig og vertu áfram þú sjálf.

     
  • At 10:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir commentið Stebbi minn,ég vona að þér og hinum í besta hópnum gangi allt vel, það er nú ekki leiðinlegt að einhver hlakki til að maður komi heim ég er nú að huxa um að hundskast norður í dag. hef ekki gott af að slæpast hér lengur í bili.
    Gæti lent inn á vekfæralager og farið þar hamförum í bruðli.bless í bili...
    Af hverju er spurningin "hvað ertu búin að missa mörg kíló?" svona ferlega púkó. ??? Maður er nokkra daga í burtu og svo spyr fólk svona.

     

Skrifa ummæli

<< Home