Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, desember 28, 2007

Jæja nú er þessi "ekkert að gera Jólin búin " tilfinning horfin og nú er bara að hlakka til áramótanna af feikna krafti. það er núna gott veður og ég ætla að fara í að taka saman úti á galdrasýningu á eftir. Mér tókst að eyðileggja kvöldmat í gærkvöldi er greinilega alveg dottin út úr eldamennskunni s.b.r. Steikina á jóladag. best að borða bara eitthvað hrátt..hehe.. og allskonar grænmeti og þamba kókosvatn meððí...
Það er hundakuldi hérna á skrifstofunni minni, þarf að fá mér almennilegan ofn þessi gamli er eiginlega alveg hættur að hitna, og svo er ein rúðan einföld og þar koma frostrósir stundum. bara að vera í galla....
'Eg held að börn í dag viti ekkert um svoleiðis ekta frostrósir þau halda bara að það sé hópur af fólki að syngja. 'Eg ætla líka að fara með kúbeinin mín út í garð á eftir og taka sundur girðinguna sem liggur flöt...Það verður galið fjör.
'Eg bjargaði strönduðum Jólasveini í gær, ekki samt með þyrlu...Útskýring: ég er nýbúin að lesa Útkallsbókina. En á Lúsí-fer.
Hannasigga er sofnuð aftur en vaknaði samt á afar óvenjulegum tíma kl 7 í morgun við sofnuðum yfir sjónvarpinu uppúr kl 9 í gærkvöldi. Það væri nú nær að vera ekki að reyna að horfa þetta á sjónvarp á kvöldin.
Mér líður eins og ég hafi gleypt gsm síma hann murrar og hringir einhversstaðar fyrir ofan lifrina í mér. HM SKRÍTIÐ.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home