Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, apríl 28, 2007

Það er búið að vera glaðasól og logn í dag við fórum bara hingað á Höfðagötuna í gær Nonni kom í morgunkaffi til okkar og svo Svana og Siggi og Jón Gísli, 'Ardís þvoði bílinn og ég fékk Esterar bíl lánaðan og þvoði hann með olíuhreinsi og mörgum umferðum það er samt enn tjara á honum. Svo raðaði ég fullt af grjóti í hólinn og raðaði út nokkrum kartöflum sem Jón gaf mér.
'Eg er að mála með vatnslitum og það er alveg ógeðslega gaman eins og ég reyndar kynntist í fyrra, Og er líka að gera erotískar mósaikmyndir af Adam og Evu að strippa í aldingarð'inum, Fer í heilaþvott í fyrirlestraformi. Syndi svo eins og 500-1000 metra á dag, Það gengur mér alltaf vel (Þökk sé reglulegum sundferðum hjá sundklúbbi ofurkvenna), og tókst mér svo að labba einn kílómeter í dag. Þjálfarinn var mjög kátur yfir því og ég alveg hryllilega montin. ( einhverntíman hefði mér ekki þótt það langt, það passar fyrir mig að ganga á tánum á hægri fætinum hann er verulega styttri en hinn. Svo er tækjaþjálfun og badminton og borðtennis. og þar var ég nærri búin að rota lamaðan mann með því að berja hann í hausinn með spaða. en kúlurnar flugu út um allt. meira síðar
Það var nú svona með þennan sunnudagsmorgun að ég sá ekki fram á það að við Halla kæmumst suður eins og ætlað hafði verið , því þegar ég kom út að tank til að taka bensínið þá stóð a honum að það væri bilaðar dælurnar eða eitthvað ekki hægt. af því þetta var svo snemma vissi ég nú ekki hvað gera skyldi, en rak svo augun í bílinn hans Æðsta við kaupfélagið og datt í hug hvort hann væri farinn að sofa á skrifstofunni en kíkti inn með hálfum hug og hitti þau hjónin sem voru að selja einhverjum vestfirðingum mat og sem hefðu kannske annars orðið hungurmorða í rútu sem hafði komið frá Akureyri af Andrésar andar leikunum og gistu í íþróttamiðstöðinni af því það var svo vont veður á heiðinni. núnú, Svanný reddaði bensínmálinu í snarheitum með því að hringja í Tótu og hún reddaði einhverju og ég náði bensíninu, Kagginn klár. og til Reykjavíkur vorum við kellur komnar á hádegi og fórum beint á sýninguna í Fífunni.. Jameson splæsti á okkur aðgangskortum og við hittum Bobbu og Madda og drukkum kaffi með Jóni og Lóa, enda orðnar banhungraðar. Síðan fórum við Jón í kringluna og ég keypti mér flotta hauskúpuinniskó . og Jón keypti verðlaunagripi. og svo skellti hann sér af stað norður og ég upp á Reykjalund og svo í sumarbústaðinn til Bjarkar og í Dalland að læra að búa til silikonmót hjá Þórdísi..
'A mánudaginn fórum við Halla svo að skottast í bænum, þegar ég var búin með prógramm dagsins, fórum með allar stólaseturnar og bökin fyrir Adda í bólstrunina í Kópavoginum og vorum svo að dinglast fram og aftur og Saga með okkur. 'Eg fór svo aftur að Dallandi unm kvöldið að fylgjast með framkvæmdum, er búin að prjóna nokkra kraga á dýrin,
Nú og í gærkvöldi fór ég á tónleika sem Sigmundur frændi bauð mér á hjá karlakór Reykjavíkur það var rosalega flott, Hann söng einsöng ásamt fleirum.. Bara grín ,þeir sungu sitt í hvoru lagi. 'Eg hitti líka Gunna Gríms fræna okkar hann syngur líka með kórnum .
Já og svo skelltum við 'Ardís okkur á Strandir með viðkomu í Bifröst þar sem okkur var fagnað eins og þjóðhöfðingjum.....Við fórum á Blackfield sem er afar ljúfur og Kaggaskinnið var skilinn eftir, Jamil ætlar að finna á hann sumardekk á mánudaginn.

sunnudagur, apríl 22, 2007

Jæja þá er kominn morgunn og fríið svotil búið.Það var fjör á sýningunni í gær og fullt af fólki og góð stemming. Veðrið hefur skánað síðan í gærkvöldi það er snjór heima á hlaði í Steinadal. og ekki nóg með það heldur er hægt að festa þar risastóra Hælúxa.,,,,,, er nema von að eftir margra ára jeppaleysi gleymi maður því að til séu driflokur og denslags þing... Eik í setuna .....og ekki meir um það. Fer að ná í bensín...

laugardagur, apríl 21, 2007

Notalegt inniveður á þessum laugardagsmorgni og fínt til allskonar inniverka saumaskapar og tölvudútls. Hlakka til að fara á sýninguna í kvöld og hitta liðið mitt. svo förum við Halla suður í fyrramálið þegar hún er búin á vaktinni.

föstudagur, apríl 20, 2007

Þá er ég búin að fara á Reykjalund og plampa þar um í þrjá daga synda og svoleiðis. Það er nú svo eins og með önnur stór hús að það tekur tíma að læra að rata um þau og ég er enn að villast þar um ganga, en þetta lofar góðu. og ég er nú í helgarfríi hér heima út af sumardeginum fyrsta, það finnst mér alltaf með merkilegri hátíð, Gott mál það. 'Eg þarf að gera svo margt í þessu fríi er samt búin að fara að synda í Laugarhólslauginni og fara út á reka á Kirkjubóli og gá að fjársjóðum sem þar hafa rekið á fjörur...'Eg vildi óska að sundlaugin hér væri opin alla daga vikunnar að einhverju leyti. Væri ekki hægt að hafa td opið frá 10- 3 á f sunnudögum.
Jæja. 'Eg er búin með þrjá kraga á dýrin hennar þórdísar á Dallandi.
Það er komið vítisveður norðaustan beljandi og slabb oj.

sunnudagur, apríl 15, 2007

Nú er ég að fara á spurningakeppnina úrslitakvöld það verður gaman Svo er ég að fara kl sex í fyrramálið suður til að vera í einhverskonar klössun á Reykjalundi svona skveringu fyrir sumarsukkið. af einhverjum ástæðum líður mér eins og maður gæti huxað sér að sakamanni á leið í steininn liði. Er hundleið á þessu heilsubótarkjaftæði.
'Eg gleymdi ´Bónusfeðgum og Bó..og James Hetfield...ekki verra að hafa þá með í bústað. 'Eg man aldrei hvað hinn ríki gaurinn heitir sem var í pottinum. þessi með hárgreiðsluna.. snyrtum hárið á okkur svo með kjúklingaskærum héðan í frá.
Það er gaman fyrir húsmæður að fara í frí, það er ekki að miða við mig sem geri það eitt í dag sem mér sjálfri þóknast.. algjör EGókellíng... Samt myndi ég nú vilja gera mikið meira. Róta í garðinum. Smíða meira, hlaupa á fjöll, innrétta og þá á ég við að fræsa meiri gólf, það kostar ekkert...Já en nú er'ég komin frá efninu, að því sem mér er kærast þ.e. mér sjálfri...altaf sama sagan...segir "Kristjánheitiégólafsson" Já þetta horfir öðruvísi við hjá ungu konunum og oft erfitt að fara þó ekki sé nema smástund frá daglegum störfum sem manni finnst að verði að vera yfir "að eilífu amen" ef ekki á allt að fara úr skorðum. Það er samt langt síðan ég uppgötvaði þann sannleika að 'EG væri ekki ómissandi á heimilinu í uppþvottinum og öllu því. tek það fram að ég hélt það líka einu sinni og það kallast skyldurækni. 'En það er nú líka gott að leyfa hinum að komast að og jafnvel taka aðeins á uppþvottaburstanum. Þá er spurning hvort það sé eigingirni að vilja ráða alfarið yfir þessum bursta....Hér er hann samnefnari fyrir öll heimilisverkin sem öllum þykja svo leiðinleg brjóta saman þvott koma honum fyrir..þrífa klósettið og baðkerin eftir sig..osfrv. Yndislegt ...þegar það er búið... Það ætti að vera skylda að unga fólkið bæri þá virðingu fyrir heimilunum sínum .. þau eru sem betur fer fleiri sem eiga heimili.. Að vinna þessi verk eins og þau eigi heimilin líka en séu ekki með pabbana og mömmurnar eins og þjóna á hverjum fingri.
'Eg veit ekki út í hvað þessar hugleiðingar eru að fara, en Við Steinadalskonurnar
'Eg Gamla og dæturnar og tengdadæturnar mínar höfum tekið upp þann sið að skella okkur í sumarbústaðaferð einu sinni á ári.. ÞAð er mjög notalegt og gott. Við höfum farið að Sviignaskarði og tvisvar að Húsafelli í bústað. Við fórum um daginn og það örlaði aðeins á einskonar tímastressi á Stórborgarkonunum okkar. Það er ekkert grín að búa í Reykjavík en ég vona að þær hafi slakað allavega á frá skúringunum og stjórnunarstörfum Vodafone. 'Eg held að það sé betra að búa í litlu þorpi úti á landi. Reyndar komst Ester okkar ekki með og það var nú ekki gott en verður vonandi næst.
ég ætla að leyfa mér að setja hér skemmtilegt smá ljóð... hugleiðingar einnar okkar sem varð til í fyrra þegar við fórum í bústaðinn.


Húsmóðurstarfið er samfellt streð
við skúringar mat og þvotta
Ogvinna fulla vinnu þar með
til að eiga eitt,,hvað í potta.

Nei látum ekki bjóða okkur það
nú skulum við stelpur taka áþví
og gerum eitthvað sem gaman er að
til dæmis að taka okkur helgarfrí.

Nú skulum við aldeilis breyta til
og nú skal þó verða gaman
En Steinadalskonurnar taka sig til
og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Að liggja í leti og leika sér
engum daglegum verkum að sinna
'I sumarbústað.. það langflottast er
með heitum potti það má ekki minna.

Það fljótlega kemur samt á daginn
í algjöru fríi er erfitt að vera
það þarf að skipuleggja
fara í Bónus, laga kaffi,
blanda kokkteil
búa um rúmin
elda mat
vaska upp
senda SMS
þrífa heita pottinn,
taka til áður en við förum
og fara með ruslið. (Tíhí)
Hvað er þá frí..er það rétt sem ég skil
Að það sé tilbreytingin frá daglegum siðum
Að gera eitthvað nýtt og breyta eitthvað til
að upplifa stundir með fjölskyldu og vinum
sem hversdags má rifja upp og ylja sér við
..Þá ættu sem flestir að hafa þann sið.

Já það er að mínu mati hárrétt að lyfta sér upp og gera margt skemmtilegt.
Það er annað sem er líka nauðsynlegt að það er að leika sér og leyfa sér að láta eins og skrípi og hlæja með vinum sínum. Það er orðin þörf á því þegar maður er farinn að hengja haus og röfla og nöldra út af öllu bæði því sem er ekki gert í kring um mann og einkum og sér í lagi því sem er gert. maður missir einhvernveginn tökin á þessu stundum og sér ekki hvað við flest höfum það gott. Brosum og temjum okkur að tala jákvætt. Ekki göslast um og vera sífellt með neikvæða gagnrýni og neikvæða umfjöllun um allt og alla.

föstudagur, apríl 13, 2007

Þetta hefur verið einstaklega róleg vika 'Eg fór í sumarfrí og undi við allskyns heilsubætandi athafnir, svosem sund, glæpasagnalestur, spjall, svefn, át og valið sjónvarpsefni, kom heim hress og endurnærð.
'I dag fékk ég svo þessa fínu afmælisgjöf...'Eg var inni í rúmi að lesa og varð vör við eitthvert þrusk og tíst úti í garði fór og kíkti og sá einhvern skjótast fyrir gluggann. svo þegar ég kom fram sá ég litla bláa Kirkjubólsbílinn sem stóð hér mannlaus fyrir utan..
Skýringin kom svo og það var Jón og krakkarnir með troðfulla ruslapoka og voru búin að tína allt plastdraslið úr garðinum.. rosalega flott... Við settumst svo niður og skelltum okkur í eitt hættuspil . og mátti ekki á milli sjá hver hefði betur Jón eða Jón Valur.. Síðan snerist allt Arnóri og Sigfúsi í vil og á tímabili leit út fyrir að Dagrún myndi vinna en útkoman varð sú að ég vann og Jón Valur næstur. Þetta var nú aldeilis skemmtilegt.
Svo þegar Leiðarljós var búið, fór ég og fóðraði Email og Herra Harry og nú er næst á dagskránni að lesa eina bók og horfa meira á sjónvarpið, brjóta saman þvott og sauma saman götótt föt...
'A morgun baka kleinur fyrir Adda.
Kúrekastígvélin mín eru komin þrælflott og það sem meira er ég kemst í þau. Jibbí..

mánudagur, apríl 09, 2007

Annar í páskum.... sólskin framan af degi..síðan rigning.. núna snjódrulla og þannig.
Fór í morgun út að Kirkjubóli í morgunmat og át nammi innan úr stóru páskaeggi. hef annars verið að gera ekki neitt í dag þar til í kvöld í mat til Sigga hann var að koma ofan af jökli og eldaði Réttinn sem er alveg svakalega góður matur. Horfði á Lost sem er alltaf jafn ruglaður þáttur og hundskaðist svo heim til að halda áfram að gera ekki neitt. Heyrði í Önnu Kristínu og það var gott í henni hljóðið hún lenti í því sama og ég varðandi hrátt grænmeti sem verður að súrheyi í ísskápnum,,tíhí,,
Skal skella mér á Seyðisfjörð að heimsækja hana í sumar og skoða 300 ára gamla tréð sem er í bílskúrnum hjá henni. 'Eg held ég fari suðurleiðina ...'A kagganum.
Dagurinn varð svo bráðskemmtilegur eftir allt saman. Eftir hádegið fór ég með Jóni Gísla ,Brynju og stelpunum upp á Steingrímsfjarðarheiði. í jeppa og vélsleða ferð. það var fullt af fólki og fjör í brekkunum. Svo var mér boðið í Páskakvöldverð hjá Brynju og JóniGísla. það var mjög fallegt og gómsætt og það sem eftir var kvölds frábært. Fór á páskasýninguna á Jörundi það var troðfullt hús og allir í stuði... Nú ætla ég að skreppa út að Kirkjubóli. Þarf endilega að komast út úr húsi..Kem við hjá kettinum Grámanni í leiðinni.'Eg held að ég hleypi honum ekki út í dag nema standa kattavaktina þar á meðan. 'Eg kom í gær að feitu ógeðslega kafloðnu kattarkvikindi þarna inni sem var búið meðallan flotta matinn hans. þetta kvikindi situr um húsið og þýtur út þegar maður kemur.

sunnudagur, apríl 08, 2007

Skyldi sjoppan vera opin svona á páskadegi best að fara og kíkja þó ég búist ekki við því.
Gæti heilsað upp á kattarkvikindið í leiðinni... Honum leiðist skarninu því arna....
'Eg er búin að gefa kettinum Grámanni og lesa engla alheimsins í morgun, veðrið er fínt, það væri nú gaman að gera eitthvað spennandi. Gæti brotið saman þvott t.d. og tekið meira til á skrifstofunni. Er ekki í stuði til að fara í kirkju. Varð mér til skammar á föstudaginn langa þriðja árið í röð og hélt að Jói járn væri dáinn en hann hafði þá bara flaggað í hálfa fyrir Jesú.

laugardagur, apríl 07, 2007

Það bregðast ekki laugardagsleiðindin svona kring um hátíðisdaga, ekkert Leiðarljós og eilífar íþróttir og bardagamyndir í sjónvarpinu, Fór samt og sá úrslitaþáttinn af x-Factor í gærkvöldi þar sem Jegvan hinn færeyski vann. En altaf eru ljósir punktar...Saga var hérna í gær og það var gaman , 'Ardís og Tryggvason komu við á leiðinni á "Aldrei fór ég suður" á 'Isafirði. það er að verða frekar þrifalegt niðri og það fer óskaplega í taugarnar á mér að sitja við að skúra gólf, þvílík drusla,, Til að lyfta mér upp ´fer ég og heimsæki Kisa í víkurtúni 17 og gef honum að éta og læt þvottinn minn í í þurkara. ég er búin að þvo allt sem hefur safnast upp það er svo miklu fljótlegra að þurrka rúmföt og handklæði þarna.
Kisi er stórskrítinn alveg svakalega hofmóðugur og gáfulegur og er farinn að lofa manni að klappa sér og finnast hann eiga heima þarna. Kattarsmánin..

föstudagur, apríl 06, 2007

Það er sólskin föstudagurinn langi 2007. Við Svana drukkum kakó innií Brú í gær .fór með bílinn sem Björk verður á í sumar og er fegin að losna við að hafa hann hér í garðinum númerslausan. ÞAð pirrar mig að eiga tvo bíla þó annar þeirra sé ekki á skrá og nú er það vandamál leyst í bili. Gamli kagginn minn er enn í lagi og ég er hæstánægð með hann þó hann sé kominn með dálítil þreytumerki sem má laga með því að skifta um annan framdemparan. ég er á kafi í drasli hérna sem ég er að reyna að taka til í og gengur illa. Er farin að kvíða óhugnanlega fyrir þessari Reykjalundarvist. þoli alls ekki að láta annað fólk segja mér hvernig mér líður og hvað mér finnst gaman, hef það alveg á hreinu sjálf. Og er þar að auki alveg hundleið á allskonar heilsubótarveseni for fanen.