Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, apríl 15, 2007

Það er gaman fyrir húsmæður að fara í frí, það er ekki að miða við mig sem geri það eitt í dag sem mér sjálfri þóknast.. algjör EGókellíng... Samt myndi ég nú vilja gera mikið meira. Róta í garðinum. Smíða meira, hlaupa á fjöll, innrétta og þá á ég við að fræsa meiri gólf, það kostar ekkert...Já en nú er'ég komin frá efninu, að því sem mér er kærast þ.e. mér sjálfri...altaf sama sagan...segir "Kristjánheitiégólafsson" Já þetta horfir öðruvísi við hjá ungu konunum og oft erfitt að fara þó ekki sé nema smástund frá daglegum störfum sem manni finnst að verði að vera yfir "að eilífu amen" ef ekki á allt að fara úr skorðum. Það er samt langt síðan ég uppgötvaði þann sannleika að 'EG væri ekki ómissandi á heimilinu í uppþvottinum og öllu því. tek það fram að ég hélt það líka einu sinni og það kallast skyldurækni. 'En það er nú líka gott að leyfa hinum að komast að og jafnvel taka aðeins á uppþvottaburstanum. Þá er spurning hvort það sé eigingirni að vilja ráða alfarið yfir þessum bursta....Hér er hann samnefnari fyrir öll heimilisverkin sem öllum þykja svo leiðinleg brjóta saman þvott koma honum fyrir..þrífa klósettið og baðkerin eftir sig..osfrv. Yndislegt ...þegar það er búið... Það ætti að vera skylda að unga fólkið bæri þá virðingu fyrir heimilunum sínum .. þau eru sem betur fer fleiri sem eiga heimili.. Að vinna þessi verk eins og þau eigi heimilin líka en séu ekki með pabbana og mömmurnar eins og þjóna á hverjum fingri.
'Eg veit ekki út í hvað þessar hugleiðingar eru að fara, en Við Steinadalskonurnar
'Eg Gamla og dæturnar og tengdadæturnar mínar höfum tekið upp þann sið að skella okkur í sumarbústaðaferð einu sinni á ári.. ÞAð er mjög notalegt og gott. Við höfum farið að Sviignaskarði og tvisvar að Húsafelli í bústað. Við fórum um daginn og það örlaði aðeins á einskonar tímastressi á Stórborgarkonunum okkar. Það er ekkert grín að búa í Reykjavík en ég vona að þær hafi slakað allavega á frá skúringunum og stjórnunarstörfum Vodafone. 'Eg held að það sé betra að búa í litlu þorpi úti á landi. Reyndar komst Ester okkar ekki með og það var nú ekki gott en verður vonandi næst.
ég ætla að leyfa mér að setja hér skemmtilegt smá ljóð... hugleiðingar einnar okkar sem varð til í fyrra þegar við fórum í bústaðinn.


Húsmóðurstarfið er samfellt streð
við skúringar mat og þvotta
Ogvinna fulla vinnu þar með
til að eiga eitt,,hvað í potta.

Nei látum ekki bjóða okkur það
nú skulum við stelpur taka áþví
og gerum eitthvað sem gaman er að
til dæmis að taka okkur helgarfrí.

Nú skulum við aldeilis breyta til
og nú skal þó verða gaman
En Steinadalskonurnar taka sig til
og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Að liggja í leti og leika sér
engum daglegum verkum að sinna
'I sumarbústað.. það langflottast er
með heitum potti það má ekki minna.

Það fljótlega kemur samt á daginn
í algjöru fríi er erfitt að vera
það þarf að skipuleggja
fara í Bónus, laga kaffi,
blanda kokkteil
búa um rúmin
elda mat
vaska upp
senda SMS
þrífa heita pottinn,
taka til áður en við förum
og fara með ruslið. (Tíhí)
Hvað er þá frí..er það rétt sem ég skil
Að það sé tilbreytingin frá daglegum siðum
Að gera eitthvað nýtt og breyta eitthvað til
að upplifa stundir með fjölskyldu og vinum
sem hversdags má rifja upp og ylja sér við
..Þá ættu sem flestir að hafa þann sið.

Já það er að mínu mati hárrétt að lyfta sér upp og gera margt skemmtilegt.
Það er annað sem er líka nauðsynlegt að það er að leika sér og leyfa sér að láta eins og skrípi og hlæja með vinum sínum. Það er orðin þörf á því þegar maður er farinn að hengja haus og röfla og nöldra út af öllu bæði því sem er ekki gert í kring um mann og einkum og sér í lagi því sem er gert. maður missir einhvernveginn tökin á þessu stundum og sér ekki hvað við flest höfum það gott. Brosum og temjum okkur að tala jákvætt. Ekki göslast um og vera sífellt með neikvæða gagnrýni og neikvæða umfjöllun um allt og alla.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home