Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, apríl 13, 2007

Þetta hefur verið einstaklega róleg vika 'Eg fór í sumarfrí og undi við allskyns heilsubætandi athafnir, svosem sund, glæpasagnalestur, spjall, svefn, át og valið sjónvarpsefni, kom heim hress og endurnærð.
'I dag fékk ég svo þessa fínu afmælisgjöf...'Eg var inni í rúmi að lesa og varð vör við eitthvert þrusk og tíst úti í garði fór og kíkti og sá einhvern skjótast fyrir gluggann. svo þegar ég kom fram sá ég litla bláa Kirkjubólsbílinn sem stóð hér mannlaus fyrir utan..
Skýringin kom svo og það var Jón og krakkarnir með troðfulla ruslapoka og voru búin að tína allt plastdraslið úr garðinum.. rosalega flott... Við settumst svo niður og skelltum okkur í eitt hættuspil . og mátti ekki á milli sjá hver hefði betur Jón eða Jón Valur.. Síðan snerist allt Arnóri og Sigfúsi í vil og á tímabili leit út fyrir að Dagrún myndi vinna en útkoman varð sú að ég vann og Jón Valur næstur. Þetta var nú aldeilis skemmtilegt.
Svo þegar Leiðarljós var búið, fór ég og fóðraði Email og Herra Harry og nú er næst á dagskránni að lesa eina bók og horfa meira á sjónvarpið, brjóta saman þvott og sauma saman götótt föt...
'A morgun baka kleinur fyrir Adda.
Kúrekastígvélin mín eru komin þrælflott og það sem meira er ég kemst í þau. Jibbí..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home