'Eg er búin að gefa kettinum Grámanni og lesa engla alheimsins í morgun, veðrið er fínt, það væri nú gaman að gera eitthvað spennandi. Gæti brotið saman þvott t.d. og tekið meira til á skrifstofunni. Er ekki í stuði til að fara í kirkju. Varð mér til skammar á föstudaginn langa þriðja árið í röð og hélt að Jói járn væri dáinn en hann hafði þá bara flaggað í hálfa fyrir Jesú.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home