Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, apríl 28, 2007

Það var nú svona með þennan sunnudagsmorgun að ég sá ekki fram á það að við Halla kæmumst suður eins og ætlað hafði verið , því þegar ég kom út að tank til að taka bensínið þá stóð a honum að það væri bilaðar dælurnar eða eitthvað ekki hægt. af því þetta var svo snemma vissi ég nú ekki hvað gera skyldi, en rak svo augun í bílinn hans Æðsta við kaupfélagið og datt í hug hvort hann væri farinn að sofa á skrifstofunni en kíkti inn með hálfum hug og hitti þau hjónin sem voru að selja einhverjum vestfirðingum mat og sem hefðu kannske annars orðið hungurmorða í rútu sem hafði komið frá Akureyri af Andrésar andar leikunum og gistu í íþróttamiðstöðinni af því það var svo vont veður á heiðinni. núnú, Svanný reddaði bensínmálinu í snarheitum með því að hringja í Tótu og hún reddaði einhverju og ég náði bensíninu, Kagginn klár. og til Reykjavíkur vorum við kellur komnar á hádegi og fórum beint á sýninguna í Fífunni.. Jameson splæsti á okkur aðgangskortum og við hittum Bobbu og Madda og drukkum kaffi með Jóni og Lóa, enda orðnar banhungraðar. Síðan fórum við Jón í kringluna og ég keypti mér flotta hauskúpuinniskó . og Jón keypti verðlaunagripi. og svo skellti hann sér af stað norður og ég upp á Reykjalund og svo í sumarbústaðinn til Bjarkar og í Dalland að læra að búa til silikonmót hjá Þórdísi..
'A mánudaginn fórum við Halla svo að skottast í bænum, þegar ég var búin með prógramm dagsins, fórum með allar stólaseturnar og bökin fyrir Adda í bólstrunina í Kópavoginum og vorum svo að dinglast fram og aftur og Saga með okkur. 'Eg fór svo aftur að Dallandi unm kvöldið að fylgjast með framkvæmdum, er búin að prjóna nokkra kraga á dýrin,
Nú og í gærkvöldi fór ég á tónleika sem Sigmundur frændi bauð mér á hjá karlakór Reykjavíkur það var rosalega flott, Hann söng einsöng ásamt fleirum.. Bara grín ,þeir sungu sitt í hvoru lagi. 'Eg hitti líka Gunna Gríms fræna okkar hann syngur líka með kórnum .
Já og svo skelltum við 'Ardís okkur á Strandir með viðkomu í Bifröst þar sem okkur var fagnað eins og þjóðhöfðingjum.....Við fórum á Blackfield sem er afar ljúfur og Kaggaskinnið var skilinn eftir, Jamil ætlar að finna á hann sumardekk á mánudaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home