Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, desember 29, 2006

Af einhverjum dularfullum ástæðum náðust ekki nema hreyfðar myndir af Hildi og Brynjari en úr því skal bætt í gamlárskvöldsfjölskyldupartíinu. Simmi og Dísa eru komin komu í gærkvöld og 'Ardís og Hannasigga ætla að koma á morgun.


Flosmyndin sem ég gerði einu sinni milli tarna á næturvöktum á sauðburði


Nonni , Haddi og Hrafnhildur

Nafna mín 'Asdís krúsidúllan hennar ömmu


HVERT ÞÓ Í HOPPANDI....HVAÐ ER AÐ KOMA ÞARNA OFAN ÚR LOFTINU?????
Brynja og Ester...


Arnór og laufabrauðið


Dagrún 'Osk, Agnes og Nonni fá sér ís


Búnar að tapa í spilunum Ester og Guðmundína Arndís.


Slemma...Gummó og 'Arný Huld


Spilað í vígamóð Jón, Ester og Svana.


Arnór og Sigfús í jólaskapi all hrekkjalegir á svip og til alls vísir.

Vilhjálmur Jakob að berjast við flöskuopnun

Agnes og ég ('Asdís með hauskúbuhúfuna)


Addi og Jón Gústi eldri


Jón Gústi og Jón Örn í mandarínuharki


Jóladagsmatarveislan í Steinó, mikið af kartöflum í forgrunni og Jón Valur í íþróttabúningnum sínum sestur að snæðingi.


Steinafólkið frá HönnuSiggu hennar eigin listaverk. Og bréfahaldari kind með lamb,sem Gústi fékk.


Myndirnar mínar og partur af jólagjöfunum mínum


Jólin Jólin Allsstaðar
'Eg er farin út í góða veðrið að taka fréttamyndir í myrkrinu
Já Og nú eru áramótin framundan og allt það tilfinningaflóð sem þeim tilheyrir.
'Eg verð alltaf svo hryllilega angurvær þegar einu ári lýkur og annað tekur við.
Þetta hefur hvað mig snertir verið með viðburðaríkari árum og mjög yndislegt.
Mér finnst nú eins og ég hafi sagt þetta áður en það er eins og þau ('Arin).. séu alltaf að verða dýrmætari og dýrmætari og ekki alveg gefið að maður fái að lifa alltaf meiri og meiri hamingju.
Það er rétt að minnast hér á það versta sem kom fyrir á liðnu ári en það var þegar risastóri flutningabíllinn hans Kalla Þórs valt svo að segja við nefið á okkur Jóni sem stóðum á Kirkjubólshlaðinu þegar bíllinn kom framundan hólnum og valt. og við héldum að 'Oli væri stórslasaður en sem betur fer kom annað í ljós.
Og þeir báðir sluppu við stórmeiðsl..´'Eg vil samt minna á að þar björguðu bílbeltin og hugsa sér hvað er stutt síðan engin belti voru notuð í þessum bílum.
'Eg er ekki frá því að það sé partur af áfallahjálp fyrir sjálfa mig að vera að rifja þetta upp hér en þvílíkur ógnarkraftur af eini svona bílferlíki sem veltur fullur af farmi....
Annað man ég nú ekki sem var slæmt á árinu og má það kallast vel sloppið.
Já yfir í nútíðina ÞAð er alveg Svakalega gott Hólmavíkurveður Blankalogn og hlýtt og farið að huga að áramótabrennu og öðru þvílíku, bráðum upphefst svo árlegurdjöfulgangur hér ´við björgunarsveiitarhúsiðþar sem flugeldasalan fer fram. það er dálítið hættulegt að vera í næsta húsi held ég...við hliðina á svona sprengiefni...en ég hef svosem ekki miklar áhyggjur af því. >já nú eru einhverjir fírarar að bauka eitthvað úti hjá Hlein....
Svo verður skemmti og spunakvöld hjá leikfélaginu í kvöld í félagsheimilinu kl hálf níu og þar verður Söngtríóið VAKA m.a. með comeback, Syngur Jónasarlög og nefnist nú Upp Vaka,, Eða Uppvaknaðar.. Gaman að prófa..Lukka er komin í áramótastuðið......

sunnudagur, desember 24, 2006

Elsku 'Ardís og Hannasigga Gleðileg jól og heyrumst og sjáumst væntanlega á áramótunum.
Skoða hljóma Og hér kemur textinn....Og núna var Ester mín að hringja og bjóða mér í möndlugrautinn í hádeginu í leiðinni heim á búgarðinn. nammi namm

Ég og Þú
C
Jólagjöfin mín í ár
Ekki metin er til fjár
Dm
Ef þú bara vildir hana af mér
þiggja
Jólagjöfin er ég sjálf
Hvorki að hluta til né hálf
G
Am
Mína framtíð vil ég
með þér einum
tryggja
Dm
C
Jólagjöfin er
ég
C
Þegar jólastjarnan skín,

Skín hún líka inn til mín
Dm
Og sú stjarna hefur svarað mínum
bænum
Ég vil líka gefa þér
Sálina úr sjálfum mér
G
Am
Og ef viltu mig þá
veistu að ég er
hér
Dm
C
Jólagjöfin er
ég og þú
Am
Það er
sælla að gefa en þiggja Þú vilt mig
Dm
G
Ég og þú, Er ég
hugsa mér þig, því ég gat ekki stillt mig
C
Am
Ég og þú, Því að
unað og kærleik þú ein getur fyllt mig
Dm
G
C
Ég og þú, Erum
ætluð hvort öðru og því getur enginn neitt
breytt
C
Jólagjöfin mín í ár
Ekki metin er til fjár
Dm
Jólastjarnan hefur svarað mínum
bænum
Ég vil líka gefa þér
sálina úr sjálfum mér
G
Am
Og ef viltu mig þá
veistu hvar ég
er
Dm
C
Jólagjöfin er
ég og þú ...
Höfundur texta: Þorsteinn Eggertsson
Höfundur lags: D. Farina
Og allt fór þetta slysalaust. Þetta var annasamur þorláksdagur, Gott... ég vil hafa það þannig. Húsið mitt fauk ekki og Saga nuddaði á mér bakið sem er alveg í rusli eftir þrjá þjálfunarlausa daga... 'Eg hafði markaðinn opinn og það kom fullt af fólki.. svo fórum við Svana í kaupfélagið og það er alltaf gaman ...að fara með Svönu í kaupfélagið og spá og spekúlera... ég er í óðaönn að taka saman dótið sem, ég fer með heim í Steinó að undirbúa fjölskyldujóla partíið á morgun. 'I fyrra gleymdi ég jólafötunum mínum hérna heima og vað að dúsa í hversdagsfötum og fara í inniskóm í kirkju.. Tí hí.
Lukku fannst það nú ekki fyndið ( hinn persónuleikinn minn)..Hún er með fata og skartgripadellu, og sérstaka skódellu. Rokið lægði í gær fyrir hádegi og ég fór og sá það sem hafði skemmst. Gróður húsið þeirra Siggu og Gulla var alveg í maski. Girðingin hjá Sædísi fauk ,og Rut fór af stað og mildi að hún fór ekki niður brekkuna. Snorri batt hana við bílinn sinn. Mig hefur alltaf langað svo að eiga gróðurhús en nú er ég bara rosalega fegin fyrst þau fjúka svona um koll.
Það fauk stór skúr og þakplötur losnuðu. Eitt bil í stóru girðingunni minni brotnaði úr ,(gott að það voru ekki staurarnir). og gamla girðingin losnaði og Elsku Lilli frændi festi hana upp . Það er draugalegur söngur í útvarpinu, á víst að vera eitthvað hátíðlegt. Það er fullt af drasli hérna í skrifstofunni minni en það fær að bíða þar til milli jóla og nýjárs. Nú er ég komin í frí og ræð alveg hvað ég geri.
Gummó og 'Arný eru komnar eins og maður var búinn að gera sér óþarfa grillur út af ferðalaginu því. Þetta í útvarpinu heitir víst kyrrðartónlist en má ég þá heldur biðja um bítlana eða Metallicu.
'Eg eignaðist geimfarakodda og svaf alveg rosalega vel á honum í nótt og dreymdi að ég flaug til tunglsins í lítilli eldflaug og til baka aftur og lenti í hvirfilbyl rétt við tunglið og þyrlaðist í ýmsar áttir.
Það gekk ekki eins vel að snúa sér við í rúminu ég held nefnilega að ég sé með brákað rifbein eftir smá flugferð úti í garði í gær sem endaði með brotlendingu.
Þar var Lukka Flumbra á ferðinni.
Og hvað haldi. Hingað kom áðan engill sem heitir Sigfrið. og færði mér alveg geggjaða jólagjöf.... 'I gær, Og áður, komu líka fleiri og hjálpuðu mér og gáfu mér gjafir, Guð hvað ég elska þetta fólk.
Nonni minn Villa kom í morgun kaffi og hjálpaði mér að setja dótið út í bílinn. 'Eg held að ég eigi þetta ekki skilið en elska það samt. og er alveg óheyrilega hamingjusöm . Yndislegasta gjöfin er að eiga góða vini.
og þá dettur mér alltaf í hug gömul vísa:

Að eiga vin sem vermir sál
veitir lífi tilgang betri.
hver dagur verður dýrlegt mál
dafnar ljós í sálartetri.

Gleðileg Jól.

Uppá halds jólalagið mitt er:

Jólagjöfin mín í ár
ekki metin er til fjár o.s.frv.


'Eg held að Ragnheiður Gröndal og Eiríkur Hauksson syngi það....
Hildur tók það upp á disk fyrir mig og sendi mér textann.

laugardagur, desember 23, 2006

Hryllilegt veður hér leikur allt á reiðiskjálfi ég hef aldrei .og hefur þó oft verið hvasst heima í Steinó vitað annan eins andskota . Viktoría mín var að hringja og spurði hvort hún ætti að láta Jameson ná í mig. nei ég verð að gæta að þessum gluggum ef þeir fara úr nú er gott að vera ekki með stóra glugga ég held meir að segja að ég sé með spýtur hér inni til að negla fyrir ef illa fer.. Kallagreyin sem eiga bátana hafa verið að keyra hérna framhjá og það er komið ljós í björgunarsveitarhúsinu. Heyrði í Jóni og hann segir að það eigi ekki að lægja fyr en á hádegi
'oveðrið er komið ég hef aldrei vitað annað eins ...ég er hrædd.. það er eins og gamla litla húsið mitt sé að lyftast af grunninum og ónýtu gluggarnir glamra ægilega í römmunum

föstudagur, desember 22, 2006

Kl er hálf átta ég vaknaði kl sex og klæddi mig í tvær lopapeysur og ullarsokka og settist við tölvuna og fiskaði upp heimilisföng fólks, ég hafði nú ekki fattað að það væri hægt,,,Alltaf sami snillingurinn... og eyddi hellingstíma í gær og fyrradag og þar áður í að æða urrandi um húsið og gramsa í kössum og skúffum að leita að jólakorta bókinni minni sem ég fann náttúrlega ekki.
Blaðahrúgan sem flæðir um húsið hér er orðin með ólíkindum það er ekki eins og það séu jól í uppsiglingu.. Nú svo var ég orðin of sein með kortin . en fjandinn hafi það ég ætla að senda þau þó ég verði að skrifa á þau á aðfangadagskvöld.og senda eftir jólin. Og ég sem hélt að það vantaði í mig þrjósku..það væru bara hinir í familíunni..hehe. Skýringin á klæðaburðinum er sá að hér á efri hæðinni ríkir fárviðri sökum þess að útihurðin er svo óþétt að rokið sem er af vestri og stendur beint upp á áðurnefnda hurð kemst inn með henni á alla kanta. það eina góða við hurðina er að það snjóar ekki inn með henni, afskaplega gleðilegt ...En það er nú ekki það eina Öll Andskotans rigningin sem hefur verið undanfarið mígur þarna inn og niður í gang.. 'Eg útbjó veitu fyrir þetta rigningarvatn og núna fer það bara á einum stað og ofan í byttu. Litlu jólin fóru vel fram í alla staði. en nú ætla ég að skrifa á kort til kl tólf á hádegi og losa mig við þau. 'Eg bakaði alveg djöfudóm af kleinum í gær og fékk lánaða litla plötu til að baka þær á. Jóla galdrakleinur. Til vina og vandamanna og á markaðinn. 'Eg er að krókna og ekki væri það geðslegur dauðdagi "Fanst frosin með fingurna fasta við lyklaborðið....'Eg elska tölvuna mína...Vona að strandir .is náist inn með morgninum það er alveg ómissandi....ætla að færa mig niður þar sem er hlýtt og notalegt áður en ég verð úti hér við tölvuna.. 'Eg held nú reyndar að það sé að lægja en þá hlýnar nú fljótlega., En Veðurspáin er í einu orði sagt 'OGEÐSLEG,,,
Farin að skrifa með kertaljós og næs..biðst afsökunar til ykkar sem fáið ekki kortin ykkar fyrir jól.. 'Ardís mín gladdi mig í gær með því að segja að það sé nú gaman að fá kort líka milli jóla og nýjárs, og benti mér á að leita í símaskrá í tölvunni. koss og knús fyrir það....

miðvikudagur, desember 20, 2006

Það er brjálað að gera hljónstræng ( hlómsveitaræfing fyrir þá sem ekki vita) í gær frá kl 2 til fjögur. Markaðnum mínum gættu Sylvía og Birna Karen á meðan, Veðrið var kolbrjálað í gærkvöldi... vinsamlega hægið aðeins á þessarri rigningu... þetta er óhugnanlegt, 'I
morgun þegar ég kom út var galopin bílstjórahurðin á Kagganum og allt rennandi blautt. Bílstjórasætið eins og dý, Eins gott að það var ekki rok líka.
Það er æfing kl 11. og litlu jólin kl hálf tvö . ég er farin að skrifa, ég er að drepast í einhverjum óþægilegum verk þar sem ég held að nýrað í mér sé og það er örugglega ónýtt.
Ljósaskreytingin á bölvaðri rauðu seríunni er slokknað. ekki að furða eins og veðrið hefur hagað sér.

mánudagur, desember 18, 2006

Það er brjálað rok og hálka og ég hef alltaf áhyggjur af fólkinu mínu sem er á ferðinni í svona vetrarroki og hálku, Rigningin mígur inn um dyrnar uppi á tröppunum og niður á gang ,,engin smá rigning . var á hljómsveitaræfingu frá tvö til fjögur fyrir´litlu jólin skólans Okkur hefur bættst nýr hljómsveitarmeðlimur á trommurnar, Inga Emils, flott það Bjarni á bassanum og syngur, Stefanía á píanóið, Kristján á gítar og syngur, 'Eg á harmonikkuna og syng ekki,, nú svo eru tvær söngkonur sem mættu ekki, auglýsi hér eftir þeim. Semsagt hljómsveitin" Grunntónn" Big Band.... Hrafnhildur mín bjargaði ..Jóla Handverksmarkaðnum mínum á meðan. Svo er æfing aftur á morgun og ég veit ekki hvern ég fæ þá ef ekki verður komið gott veður.
Möguleiki að Victor spili á bongótrommur....

miðvikudagur, desember 13, 2006

Jólagjafirnar: Gefa ást og alúð... og vináttu...

þriðjudagur, desember 12, 2006

Hann Nonni minn tengdó er búinn að lagfæra húninn á 'Undirheimaútihurðinni. það var svo hvimleitt að maður kippti honum alltaf af með því að loka á eftir sér. Samt dálítið fyndið.
Það er öllu verra með stofugluggann það fæst enginn til að laga hann.
Svo er ég búin að sjá að ég kem alls ekki öllu því í verk sem ég ætlaði endilega að gera fyrir jól og það á alls ekki vel við mig að verða að lúffa með svoleiðis nokkuð. hmm það er svosem ekki öll nótt úti enn. Það væri sennilega skynsamlegt að fresta þeim aðgerðum ..EN..
mér leiðist ógeðslega að vera með einhverja helvítis skynsemisgrillur.
'I dag er hæglætisveður og alhvítt úti einhvert snjósáldur og lítið skyggni mér var svo kalt þegar ég var búin að fá mér hádegismat að ég skreið upp í rúm með 'Arna Johnsen og kláraði að lesa Lífsins melody Hún er alveg drepfyndin gjörsamlega . fær fimm stjörnur.*****


Afmælisbarnið Diljá Hörn les fyrir Einsa.


'Arný Huld verðandi flugmaður og Haraldur faðir hennar og nefið á Jóni Erni


Hanna Sigga mín með Einsa


svo koma hér fjórar myndir úr afmæli Diljáar fjórir ættliðir ég með Langömmubarnið, Hrafnhildur mín og Harpa Hlín.

mánudagur, desember 11, 2006Við mæðgur ég og 'Ardís


Tryggvason og Jónsson group

flott nafn á fyrirtækiNú skal mála kolsvört strik


Gettu hver?


Clint Eastwood vestið og ég


Við aftur


Addarnir okkar Tryggvason og Snæberg


Aðventusvipur á okkur


Við til í tuskið
'Eg fór á jólahlaðborð á Café riis í gær með eldri borgurunum og þvílík hátíð það er áreiðanlega leitun á öðrum eins snillingum í matargerð og skreytingum.Maturinn var svo fallegur að maður tímdi varla að borða hann en eftir að maður fór í það var hann algjört nammi....úff ég hefði getað sest þarna að og haft það fyrir vinnu að borða....
ef ég væri þannig vaxin... Heiða stýrði samkomunni og fórst það vel úr hendi. Hún las ljóðið "Fullvel man ég fimmtíu ára sól" eftir Matthías Jockumson og sagði frá móður hans og tilefni kvæðisins. Allir sungu gömul og góð lög með gítarnum mínum. 'Eg las nokkra brandara, Ungt fólk úr skólanum Stella og Dagrún spiluðu á Harmonikku og blokkflautu og Agnes og Sylvía sungu með gítarundirleik Vilhjálms Jakobs. og þetta var svo flott hjá þessum krökkum að ég var að springa úr góðri tilfinningu. Eftir almennan söng með litlu harmonikkunni minni kom svo Bjarni 'Omar og spilaði fyrir dansi. Hann er sá snillingurinn sem er búinn að vinna kraftaverk í skólanum við að æfa krakkana og kenna þem ásamt Stefaníu sem er líka tónlistarkennari og einn snillingurinn til. 'Eg held að það hafi verið mesta happið fyrir Hólmavík að verða vinabær Raufarhafnar í den. og svo að nappa tónlistarkennurunum frá vinabænum og þá var sungið á Raufarhöfn um 'O-vinabæinn í vestri...

sunnudagur, desember 10, 2006

Það er þetta fína veður logn og Jólaskreytingarnar í bænum að koma upp ( Við Addi Tryggvason fórum á rúntinn áðan hann var að lofa mér að prófa Dodge inn (doddsinn) alveg frábær bifreið Kolgeggjuð,. Það er langt síðan ég hef keyrt amrískann bíl (með fullri virðingu fyrir kagganum mínum) ekki síðan Anna Jörg keypti Lettann...Við hittum Nonna Villa uppi í tré að koma upp seríu.. Hann var búinn að hjálpa mér í seríustríðinu með rauðu slönguna bara klippti hana blákalt í sundur og ég fór voða kát með biluðu flækjuna í ruslagáminn og söng yfir henni jarðarfararsálm frábært...'Ardís og Addi komu í gær og ég fór í Undralandið til að hækka hitann og þar fann ég ofninn sem ég týndi,,,Góður staður það...svo sat ég smástund og spilaði á gítarinn og söng af öllum kröftum. Honkey tonk women..sem er alltaf í miklu uppáhaldi hjá Lukku.
Nú og svo í gærkvöldi fórum við á ball á Riis. Hemúllinn minn og Tryggvason Hildur 'Ardís Jón og Ester. Dönsuðum við tónlist Bó. Har. Alltaf flottur. og hættum þegar maður var farinn að klínast fastur við gólfið. Það snjóaði helling í gærkvöldi og svo kom svo mikil rigning að við að fara út í bílinn urðu allir eins og hundar af sundi dregnir,,, það skeði kraftaverk,, Tryggvason opnaði skotthurðina á kagganum sem hefur alls ekki verið hægt í háa herrans tíð..og það sem var ennþá merkilegra lokaði skottinu aftur og nú er aftur ekki hægt að opna...Bifreið með sál...
'I kvöld er ég að fara í mat á Café riis og að spila fyrir fjöldasöng (undir borðum) og fara með brandara frá Önnu Kristínu. Þrjú af barnabörnunum mínum ætla að syngja og spila á gítar og svo verður leyninúmer sem ég má ekki segja frá fyrr en á morgun.
'A morgun er ég svo boðin í mat í Undraland, Þau ætla að hafa litlujól í kvöld og svo er afgangadagur á morgun.

sunnudagur, desember 03, 2006

'Eg rakst á gamalt blogg sem vakti mér þvílíka kæti að ég set það hér mér til gamans.:

Aðfangadagur jóla árið 2002.
Við hannasigga fórum í jólaskap strax klukkan átta í morgun ..og hún og Lukka (sem er hinn persónuleikinn minn),,skipulögðu daginn.
'Eg skipulegg ekki sjálf, það verður alltaf úr því einhvert klúður.
'i staðinn verð ég að þola ýmislegt,,,:" Ertu búin að taka þetta til???Gleymdirðu ekki skónum ?
Síminn þinn er uppi á borði ! Varstu ekki búin að hlaða hann ? Hvar eru kortin ? Þú gleymdir að klippa mig ! Veistu mamma hvað klukkan er orðin ! Þú ætlar að sýna mér þetta í tölvunni Núna !
Og það allra fyndnasta... 'Eg ætla í bað núna meðan ferð þú með kortin sem eftir voru...
Svo þegar ég kom aftur var allt í uppnámi...Það er alls ekki hægt að láta tappann tolla í þessu baðkeri. 'Eg er búin að fara í sturtu nú getur þú farið í bað mamma mín, En VEISTU Sturtuhausinn datt í sundur og slangan er eins og smokkfiskur...'Eg var teymd inn á bað til að sjá þetta skelfilega fyrirbæri. alveg sama hvernig ég reyndi að sannfæra hana um að þetta væri allt í lagi og maður vendist þvi að hafa þetta svona.Næst var ég rekin í bað.. þú VERÐUR að fara í baðið N'UNA ef við eigum að vera komnar heim í Steinó fyrir kl sex...'Eg lét renna í baðið og skveraði mér ofan í Með tilheyrandi óhljóðum VATNIÐ VAR 'ISKALT. Heim vorum við komnar kl hálf sex.
Sunnudagsmorgunn.... Eg vaknaði kl sex og gat alls ekki sofnað aftur...eitthvert stress í gangi í kollinum á mér... Mikið er gott að vera heima og hitta vini sína. 'Eg hef verið á sprettinum síðan ég kom gera þetta og hitt.... Borga skuldirnar í KSH...
Alvara lífsins.... Takaáðí....Hitakerfið í húsinu sló út í illviðrinu í fyrrakvöld og ekki leið að koma því inn aftur. fyrr en í gærmorgun. og nú er það í lagi. Ein nótt og skítakuldi.. ég svaf í þykkustu náttfötunum mínum með vettlinga og hettupeysu.
Eldavélin sló út öryggi í hádeginu hún er nú orðin garmur. 'Eg var að byrja að setja upp útiseríurnar og þegar ég var að ná í þær uppi í gamla skápnum á ganginum og þegar ég dró fram körfuna sem þær voru í var fullt af vatni í henni sem frussaðist framan í mig ,,, ekki að furða þó rafmagnið slái út... 'Eg slæ örugglega sjálf út ef þetta lagast ekki...Einhver raki hefur komist í kerfið og lekið á áður óþekktum lekastöðum.. ofan í töfluna... ég held að það sé laus járnplata norðan á þakinu.
Svana kom og við hömuðumst í seríustríðinu, börnin voru sofandi heima hjá henni og Nonni út í vegagerð, Jón Gústi 2. kom heim í helgarfrí gaman að hitta hann, og sjá hann í X-Factor ´´i fyrrakvöld.
Veðrið núna er himneskt. 'Eg skil ekki hvað ég hef gert við ofninn sem ég keypti í vor. 'Eg man alls ekki hvar hann er en ég sá hann einnhversstaðar áður en ég fór suður og nennti ekki að halda á honum út í bíl.

föstudagur, desember 01, 2006

Þá er það heimferðin. Hlóð dótinu í kaggann. og hélt af stað. fyrsti viðkomustaður var í Rvk. í múrbúðinni, og hitti Þorgeir, og tróð hundabúrinu inn í sftursætið því. afturhurðin vildi alls ekki opnast. Næst heim til HönnuSiggu og rogaðist út með jólagjafirnar og tróð þeim í búrið. Næst lá leiðin í verkfæralagerinn og náði þar í sögina, Síðan til Dísu og fékk kaffi og dularfullan pakka frá henni og Simma .'Eg á að opna hann strax og heim kæmi. Svo á stað ,veðrið fínt og allt autt, ég komin í Borgarnes kl.12oo á hádegi. Dundaði til eitt í Bónus og brunaði svo norður.
'I Brú fékk ég mér súpu og uppgötvaði að það var að leka úr öðru framdekkinu. Jónas pumpaði í það og sá að ventillinn var að brotna af. Og ég fór í loftinu út að Borðeyri þar á verkstæðið og lét skipta um ventil. Veðrið var alveg dýrðlegt. heim í Steinó var ég komi hálf fimm og í Bitrunni var veðrið orðið hálf suddalegt. Þegar ég var búin að spjalla og drekka kaffi og horfa á Leiðarljós, fór ég inneftir og þá var komið foráttuskítaveður. Það var hlýtt og notalegt á Höfðagötunni. Það vildi mér til happs að Svana mín kom þjótandi og hjálpaði mér til að losa allt dótið úr bílnum. og bjóða mér á tónleika á Riis forkeppni fyrir Samfés hjá krökkunum. Þá var klukkan sjö. Svo ég fór með búrið til Victoríu, hún var nýbúin að senda mér sms um hvort ég væri á ferð í þessu skíta veðri.. Lói og Bríanna skriðu strax inn í búrið og létust vera hundar. Semsagt góð ferð, Bið að heilsa í Hveró Bryndís mín þú skilar kveðju á borðið.
þau voru sex sem kepptu. Agnes, Allý, Sylvía, Jóhanna, Aníta og Daníel .