Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, desember 10, 2006

Það er þetta fína veður logn og Jólaskreytingarnar í bænum að koma upp ( Við Addi Tryggvason fórum á rúntinn áðan hann var að lofa mér að prófa Dodge inn (doddsinn) alveg frábær bifreið Kolgeggjuð,. Það er langt síðan ég hef keyrt amrískann bíl (með fullri virðingu fyrir kagganum mínum) ekki síðan Anna Jörg keypti Lettann...Við hittum Nonna Villa uppi í tré að koma upp seríu.. Hann var búinn að hjálpa mér í seríustríðinu með rauðu slönguna bara klippti hana blákalt í sundur og ég fór voða kát með biluðu flækjuna í ruslagáminn og söng yfir henni jarðarfararsálm frábært...'Ardís og Addi komu í gær og ég fór í Undralandið til að hækka hitann og þar fann ég ofninn sem ég týndi,,,Góður staður það...svo sat ég smástund og spilaði á gítarinn og söng af öllum kröftum. Honkey tonk women..sem er alltaf í miklu uppáhaldi hjá Lukku.
Nú og svo í gærkvöldi fórum við á ball á Riis. Hemúllinn minn og Tryggvason Hildur 'Ardís Jón og Ester. Dönsuðum við tónlist Bó. Har. Alltaf flottur. og hættum þegar maður var farinn að klínast fastur við gólfið. Það snjóaði helling í gærkvöldi og svo kom svo mikil rigning að við að fara út í bílinn urðu allir eins og hundar af sundi dregnir,,, það skeði kraftaverk,, Tryggvason opnaði skotthurðina á kagganum sem hefur alls ekki verið hægt í háa herrans tíð..og það sem var ennþá merkilegra lokaði skottinu aftur og nú er aftur ekki hægt að opna...Bifreið með sál...
'I kvöld er ég að fara í mat á Café riis og að spila fyrir fjöldasöng (undir borðum) og fara með brandara frá Önnu Kristínu. Þrjú af barnabörnunum mínum ætla að syngja og spila á gítar og svo verður leyninúmer sem ég má ekki segja frá fyrr en á morgun.
'A morgun er ég svo boðin í mat í Undraland, Þau ætla að hafa litlujól í kvöld og svo er afgangadagur á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home