Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 11, 2006

'Eg fór á jólahlaðborð á Café riis í gær með eldri borgurunum og þvílík hátíð það er áreiðanlega leitun á öðrum eins snillingum í matargerð og skreytingum.Maturinn var svo fallegur að maður tímdi varla að borða hann en eftir að maður fór í það var hann algjört nammi....úff ég hefði getað sest þarna að og haft það fyrir vinnu að borða....
ef ég væri þannig vaxin... Heiða stýrði samkomunni og fórst það vel úr hendi. Hún las ljóðið "Fullvel man ég fimmtíu ára sól" eftir Matthías Jockumson og sagði frá móður hans og tilefni kvæðisins. Allir sungu gömul og góð lög með gítarnum mínum. 'Eg las nokkra brandara, Ungt fólk úr skólanum Stella og Dagrún spiluðu á Harmonikku og blokkflautu og Agnes og Sylvía sungu með gítarundirleik Vilhjálms Jakobs. og þetta var svo flott hjá þessum krökkum að ég var að springa úr góðri tilfinningu. Eftir almennan söng með litlu harmonikkunni minni kom svo Bjarni 'Omar og spilaði fyrir dansi. Hann er sá snillingurinn sem er búinn að vinna kraftaverk í skólanum við að æfa krakkana og kenna þem ásamt Stefaníu sem er líka tónlistarkennari og einn snillingurinn til. 'Eg held að það hafi verið mesta happið fyrir Hólmavík að verða vinabær Raufarhafnar í den. og svo að nappa tónlistarkennurunum frá vinabænum og þá var sungið á Raufarhöfn um 'O-vinabæinn í vestri...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home