Kl er hálf átta ég vaknaði kl sex og klæddi mig í tvær lopapeysur og ullarsokka og settist við tölvuna og fiskaði upp heimilisföng fólks, ég hafði nú ekki fattað að það væri hægt,,,Alltaf sami snillingurinn... og eyddi hellingstíma í gær og fyrradag og þar áður í að æða urrandi um húsið og gramsa í kössum og skúffum að leita að jólakorta bókinni minni sem ég fann náttúrlega ekki.
Blaðahrúgan sem flæðir um húsið hér er orðin með ólíkindum það er ekki eins og það séu jól í uppsiglingu.. Nú svo var ég orðin of sein með kortin . en fjandinn hafi það ég ætla að senda þau þó ég verði að skrifa á þau á aðfangadagskvöld.og senda eftir jólin. Og ég sem hélt að það vantaði í mig þrjósku..það væru bara hinir í familíunni..hehe. Skýringin á klæðaburðinum er sá að hér á efri hæðinni ríkir fárviðri sökum þess að útihurðin er svo óþétt að rokið sem er af vestri og stendur beint upp á áðurnefnda hurð kemst inn með henni á alla kanta. það eina góða við hurðina er að það snjóar ekki inn með henni, afskaplega gleðilegt ...En það er nú ekki það eina Öll Andskotans rigningin sem hefur verið undanfarið mígur þarna inn og niður í gang.. 'Eg útbjó veitu fyrir þetta rigningarvatn og núna fer það bara á einum stað og ofan í byttu. Litlu jólin fóru vel fram í alla staði. en nú ætla ég að skrifa á kort til kl tólf á hádegi og losa mig við þau. 'Eg bakaði alveg djöfudóm af kleinum í gær og fékk lánaða litla plötu til að baka þær á. Jóla galdrakleinur. Til vina og vandamanna og á markaðinn. 'Eg er að krókna og ekki væri það geðslegur dauðdagi "Fanst frosin með fingurna fasta við lyklaborðið....'Eg elska tölvuna mína...Vona að strandir .is náist inn með morgninum það er alveg ómissandi....ætla að færa mig niður þar sem er hlýtt og notalegt áður en ég verð úti hér við tölvuna.. 'Eg held nú reyndar að það sé að lægja en þá hlýnar nú fljótlega., En Veðurspáin er í einu orði sagt 'OGEÐSLEG,,,
Farin að skrifa með kertaljós og næs..biðst afsökunar til ykkar sem fáið ekki kortin ykkar fyrir jól.. 'Ardís mín gladdi mig í gær með því að segja að það sé nú gaman að fá kort líka milli jóla og nýjárs, og benti mér á að leita í símaskrá í tölvunni. koss og knús fyrir það....
Blaðahrúgan sem flæðir um húsið hér er orðin með ólíkindum það er ekki eins og það séu jól í uppsiglingu.. Nú svo var ég orðin of sein með kortin . en fjandinn hafi það ég ætla að senda þau þó ég verði að skrifa á þau á aðfangadagskvöld.og senda eftir jólin. Og ég sem hélt að það vantaði í mig þrjósku..það væru bara hinir í familíunni..hehe. Skýringin á klæðaburðinum er sá að hér á efri hæðinni ríkir fárviðri sökum þess að útihurðin er svo óþétt að rokið sem er af vestri og stendur beint upp á áðurnefnda hurð kemst inn með henni á alla kanta. það eina góða við hurðina er að það snjóar ekki inn með henni, afskaplega gleðilegt ...En það er nú ekki það eina Öll Andskotans rigningin sem hefur verið undanfarið mígur þarna inn og niður í gang.. 'Eg útbjó veitu fyrir þetta rigningarvatn og núna fer það bara á einum stað og ofan í byttu. Litlu jólin fóru vel fram í alla staði. en nú ætla ég að skrifa á kort til kl tólf á hádegi og losa mig við þau. 'Eg bakaði alveg djöfudóm af kleinum í gær og fékk lánaða litla plötu til að baka þær á. Jóla galdrakleinur. Til vina og vandamanna og á markaðinn. 'Eg er að krókna og ekki væri það geðslegur dauðdagi "Fanst frosin með fingurna fasta við lyklaborðið....'Eg elska tölvuna mína...Vona að strandir .is náist inn með morgninum það er alveg ómissandi....ætla að færa mig niður þar sem er hlýtt og notalegt áður en ég verð úti hér við tölvuna.. 'Eg held nú reyndar að það sé að lægja en þá hlýnar nú fljótlega., En Veðurspáin er í einu orði sagt 'OGEÐSLEG,,,
Farin að skrifa með kertaljós og næs..biðst afsökunar til ykkar sem fáið ekki kortin ykkar fyrir jól.. 'Ardís mín gladdi mig í gær með því að segja að það sé nú gaman að fá kort líka milli jóla og nýjárs, og benti mér á að leita í símaskrá í tölvunni. koss og knús fyrir það....
1 Comments:
At 8:15 e.h., Little miss mohawk said…
Knús til þín mín kæra - bara að taka þessu með ró :)
Skrifa ummæli
<< Home