Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, desember 29, 2006

Já Og nú eru áramótin framundan og allt það tilfinningaflóð sem þeim tilheyrir.
'Eg verð alltaf svo hryllilega angurvær þegar einu ári lýkur og annað tekur við.
Þetta hefur hvað mig snertir verið með viðburðaríkari árum og mjög yndislegt.
Mér finnst nú eins og ég hafi sagt þetta áður en það er eins og þau ('Arin).. séu alltaf að verða dýrmætari og dýrmætari og ekki alveg gefið að maður fái að lifa alltaf meiri og meiri hamingju.
Það er rétt að minnast hér á það versta sem kom fyrir á liðnu ári en það var þegar risastóri flutningabíllinn hans Kalla Þórs valt svo að segja við nefið á okkur Jóni sem stóðum á Kirkjubólshlaðinu þegar bíllinn kom framundan hólnum og valt. og við héldum að 'Oli væri stórslasaður en sem betur fer kom annað í ljós.
Og þeir báðir sluppu við stórmeiðsl..´'Eg vil samt minna á að þar björguðu bílbeltin og hugsa sér hvað er stutt síðan engin belti voru notuð í þessum bílum.
'Eg er ekki frá því að það sé partur af áfallahjálp fyrir sjálfa mig að vera að rifja þetta upp hér en þvílíkur ógnarkraftur af eini svona bílferlíki sem veltur fullur af farmi....
Annað man ég nú ekki sem var slæmt á árinu og má það kallast vel sloppið.
Já yfir í nútíðina ÞAð er alveg Svakalega gott Hólmavíkurveður Blankalogn og hlýtt og farið að huga að áramótabrennu og öðru þvílíku, bráðum upphefst svo árlegurdjöfulgangur hér ´við björgunarsveiitarhúsiðþar sem flugeldasalan fer fram. það er dálítið hættulegt að vera í næsta húsi held ég...við hliðina á svona sprengiefni...en ég hef svosem ekki miklar áhyggjur af því. >já nú eru einhverjir fírarar að bauka eitthvað úti hjá Hlein....
Svo verður skemmti og spunakvöld hjá leikfélaginu í kvöld í félagsheimilinu kl hálf níu og þar verður Söngtríóið VAKA m.a. með comeback, Syngur Jónasarlög og nefnist nú Upp Vaka,, Eða Uppvaknaðar.. Gaman að prófa..Lukka er komin í áramótastuðið......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home