Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, september 30, 2008

fyrstu snjókornin í dag..og Október byrjar á morgun..af hverju ætli hann heiti Október... Októ..og Septem..og upp með orðabókina !!! Ber hefur eitthvað með berjatínslu að gera og" ber samasem nakinn" hefur ekkert með hvorki krækiber eða bláber að gera , nú nema þá að vera nakinn í berjamó og blár af kulda..Bláber.... nú svo eru það Nóvember og desember.....Nóvem og desem ,,algjört fokking rugl og vitleysa en samt finnst kannske eitthvað um þetta í orðabókum.
Ég þarf að taka til fyrir veturinn úti á palli. Sumir grilla allan veturinn las ég í mogganum, annars er ekkert nema eitthverrt helvítis peningarugl í mogganum, rétt að það eru minningargreinar, varla nokkuð orð um heilsubætandi aðgerðir.
Ég er að huxa um að hætta að kaupa moggann annars finnst mér svo vinalegt að heyra útihurðina opnaða á kvöldin þegar Mundi eða Gústa eru að þeyta blöðunum innfyrir. en ég held það gæti verið ágætis sparnaðar aðgerð. Hægt að kaupa helling af kínakáli og tómötum í staðinn.
Það er samt alveg himneskt að fletta blaðaskröttunum með morgunmatnum ég er dulítið húkt á því. Það er nú samt hægt að lesa bara eitthvað annað. Ég er dálítill blaðafíkilsskratti.
Það á að fresta karókíkeppninni til fyrsta Nóv.
er ekki fyrsti Nóv. allraheilagramessa?? þá á að vera með fíflalæti og allskonar sprell.
ég las það nú samt ekki í mogganum..ætla að gá í "Sögu Daganna" Mér finnst alltaf gaman að vera með einhver læti og gauragang og er alveg skítsama þó einhver hneykslist á því...Hver morrinn skyldi hafa fundið upp sögnina "að hneykslast"

4 Comments:

  • At 3:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    septem, octo, novem og decem eru latnesku töluorðin fyrir 7, 8, 9 og 10. Jafn vitlaust og það nú er. Þá hlýtur -ber endingin líka að vera latnesk til dæmis af orðinu numberus - number á engilsaxnesku. Jafn heimskulegt og það nú er.


    SA

     
  • At 9:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Nei - þetta er nefnilega alls ekki vitlaust, eða VAR það alla vega ekki. Október (nr. 8 eins og Siggi segir) var nefnilega áttundi mánuðurinn í gamla latneska dagatalinu. Þá voru janúar og febrúar tveir síðustu mánuðir ársins en ekki þeir fyrstu.

     
  • At 10:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er æðislega flott, þið eruð snillingar.Þetta er eins og lausn á leynilöggugátu. t.d eins og leitin að hinum heilagqa gral. Ég á happatölur sem eru þá tákn fyrir janúar apríl október og nóvember.og nú er best að lotta með þeim og vita hvort ég fæ vinning.
    Ég.

     
  • At 10:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    oZzy moved away some time ago, I miss his cock, and I'm always hungry for sexual intercourse.
    FUCK MY PUSSY!

    Also visit my webpage ... hcg injections

     

Skrifa ummæli

<< Home