Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, september 19, 2008

það er auma andskotans vatnsveðrið. .I dag var ég rosalega hamingjusöm að vera á heimleið og hlusta á rosalega fallega músik, mér fannst svo gaman að vera á hraðferð í rigningunni, nú finn ég ekki uppáhaldstöskuna mína en allt sem var í henni liggur inni á eldhúsborði og ég skil ekki hvar í andskotanum töskufíflið er, þetta er frekar lítil hliðartaska úr gráum striga með brúnni leðuról og hún er vinsamlegast beðin að gefa sig fram. Þoli ekki týnda hluti. Nenni ekki út í bíl að gá. Það er ákveðið að smala á morgun, Þoli ekki þegar rigningin mígur inn um útihurðina uppi og niður í gang, aaarrrrgh. Sólfinnur stendur eins og einhver helvítis vatnsberi í stofuglugganum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home