Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, september 30, 2008

Það er tíðindalítið um þessar mundir....Ömurleg byrjun á bloggi.... Jú auðvitað er alltaf eitthvað að gerast..Búið að smala helling og þá elda ég einhverjar kássur fyrir smalafólkið... seinast bjó ég til skyrtertu með bláberjum og þau borðuðu það án þess að mögla..Fyndið orð "mögla"...vertekkaððessu mögli góði....
það er svosem ekkert til að gera veður útaf . Í gær fór ég og tíndi helling af krækiberjum í saft þau eru ekki frosin nema þau hafi frosið í nótt því það er grátt á fjallakollum. Það er fínt að drekka krækiberjasaft ég hef það á tilfinningunni að hún sé full af bætiefnum.
Mig langar dálítið til að fara í enskukennslu eitt en hún er svolítið dýr og svo er ég ekki viss um að það skili árangri. Það er eiginlega verra ..en mér skilst að það sé enginn maður með mönnum nema í námi, " þegar maður er að ferðast til annarra landa"...Andskotann ætli ég ferðist til annarra landa.... ég er reyndar búin að fara í svona ensku fyrir byrjendur fjórum eða fimm sinnum... einusinni fyrir óralöngu í Bréfaskóla S'IS. og það var ægilega gaman en ég er nú samt ekki enskumælandi af nokkru viti...Ilovejou...fuckyou..og shit...bara grín...

1 Comments:

  • At 5:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    :) Fyndið. Meira að segja afar fyndið :)
    SA

     

Skrifa ummæli

<< Home