Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, september 06, 2008

Ég fór heim í Steinó í morgun og bætti við stjörnum sem vantaði í fjölskyldumyndina á húsveggnum. það var eftir að mála Emilíu og Arndísi Írenu. svo var ég að huxa um að færa nafnið á hinum veggnum og mála yfir það gamla því bannsett grenitréið sem er upp við vegginn er alltíeinu búið að vaxa uppfyrir aið déið og aið í miðju nafninu.Morrinn hafi það.
Eftir hádegið fór ég út á Strákatanga að hlusta á fyrirlestur um uppgröftinn þar og skoða. Það var spennandi.
Og svo fórum við Halla í berjamó og það voru alveg geggjuð ber ég hef aldrei séð annað eins.bláar og svartar breiður af berjum . Ég kom með fulla stóra fötu af aðal og bláberjum og helling af krækiberjum.
Svo fór ég í kvöldmat hjá Hildi og Adda og á morgun er smalað í Steinadal. Mæting fyrir kl níu. HannaSigga mín og Simmi bróðir eru komin til að smala þau fóru ásamt Svönu í berjamó í Kónghólnum.
Afmælisdrengurinn minn frá í gær kom voða kátur og hafði fengið myndavél í afmælisgjöf og smellti mynd af ömmu gömlu.
Ég er ennþá að drepast í hægri öxlinni hún er alveg ógeðslega óþolandi sérstaklega þegar ég ætla að sofa. Og reyndar við hin ýmsustu tækifæri. Mig langar að henda henni og fá nýja. Morrans vesen.
Ég er viss um að mig dreymir illa í nótt svo ég þori ekki að fara að sofa kannske fæ ég martröð og finnst að einhver sé að rífa af mér hægri handlegginn.
Verst að geta ekki ráðið alfarið hvað mann dreymir þegar maður sefur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home