Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, september 21, 2008

Aldeilis yndislegur dagur í alla staði. Vaknaði hress og endurnærð eftir að sofa eins og steinn. Eftir morgunmat var sólskin og blíða.
Við Hrafnhildur fórum á tveim bílum fram á Steinadalsheiði með smalafólk,
svo eldaði ég mat fyrir allt smalaliðið sem kom rennandi blautt heim eftir helliskúr.
Ester hjálpaði mér að þvo upp og svo fór ég í Skarðsrétt, veðrið er einkennilegt og einkennist af ýmist sól eða tunglskini og svo svakalegri rigningu inn á milli.
Síðan eitt af þessum afar notalegu kvöldum með fólkinu á Svanshóli og réttardagsgestunum þeirra, kvöldmatur í hlöðunni og síðan setið við eldinn og spjallað um alla heima og geima, öðru hverju buldi rigningin á þakinu, litlu börnin fóru að sofa, unga fólkið fór á réttarball í Laugarhól, eldri deildin í heitapottinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home