Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, september 19, 2008

Jón Gísli sagði mér að ég þyrfti að borga sveitarfélaginu fyrir leyfi til að fjarlægja strompinn af húsinu. Mér dettur ekki í hug að borga fyrir eitthvað sem er ekki búið að gera og verður örugglega aldrei gert. Strompurinn sá skal verða kyrr þar sem hann er. Ég get svosem borgað blaðið og umslagið en ekki einhverja fokking þúsundkalla. Mér finnst verulega ljótt af sveitarfélaginu að vera að reyna að hafa út úr mér fé á þennan hátt. Svo ég er bara að huxa um að flytja, kannske ég geti fengið leigt í Hilmi gamla. Það væri flott að standa á þilfarinu og spila sjómannalög á harmonikku. og mála myndir, það er í tísku að mála myndir af rusli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home