Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

'eg hrapaði niður allan innistigann í gær og bakið á mér og hausinn er eins og landakort í öllum hugsanlegum bláum og svörtum litum, fokking vesen. Hildur og Halla dekruðu aldeilis við mig því ég var eiginlega illa hreyfanleg.. Núna er ég farin að geta staulast um og þykir gott að vera þó bara blá og marin og óbrotin, ég ætlaði að taka Tarsansveiflu á niðurleiðinni sem tókst ekki ,,sennilega of þung til að hanga á annarri hendinni,,HEHE... og svo var gemsinn minn í hinni. 'Eg hef aldrei verið sterk í höndunum...(frekar þó þeirri sem hélt á gemsanum) Nú er bara að lesa og taka það frekar rólega var nýbúin að fá glæpasögur hjá Ester. Svo halda þær áfram að dekra við mig í dag líka.. JónGísli keyrði mig heim og svo komu þau hann og Siggi og Hrafnhildur líka að kíkja á mig og spjalla og ekki má gleyma Brynjari mínum. 'Eg nýt þessa út í æsar og fíla mig eins og (mislita) hofróðu.. er ekki Hofróða sama og dekurdúkka? Halla kom í morgun og Æsa með henni svo fékk ég kaffi í rúmið og meira dekur.

3 Comments:

  • At 3:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Láttu þér batan elskan mín það er hræðilegt að detta svona:( farðu vel með þig.kv. Hanna Sigga.

     
  • At 8:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ Snúlla! Hlustaðu á þennan. Mér finnst hann góður.
    http://www.youtube.com/watch?v=RLZ2VPiilbw

    Kveðja
    Jón Bragi
    Og habbðu það gott!
    Og eins og hann afi minn sagði:
    "ég beiddi hann blessaðan að hafa aungvar áhyggjur af Siggmundi"

     
  • At 1:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    takk fyrir kveðjuna Jón , Þeir voru allveg yndislegir og fastmæltir þeir gömlu"Og hún Guðrún beiddi líka í febrúar.Þ.e. bað um að fá að koma í sveitina. Hún habbði líka gott af dvölinni
    Já ..Góður...

     

Skrifa ummæli

<< Home