Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, nóvember 23, 2007

'I dag náði ég langþráðum árangri með jólagjafir tíst tíst.. Svo á morgun koma "marglytturnar" mínar úr brennsluofninum..það er splunkuný leirhlunkahönnun. þá get ég klárað að setja á þær glerung svo þær brennist aftur meðan ég er ekki heima.
ég gerði líka tilraun með að búa til tröllkarl og kerlingu úr leir og tvo spýtukalla og konur. 'Eg hef bara daginn á morgun svo þarf ég að mæta á Reykjalundi á mánudagsmorguninn kl átta. mér finnst þetta hundleiðinlegur tími, það frestaðist um mánuð og stendur í þrjár vikur, en það skal svo vera, þegar ég verð búin í þessu prógrammi hef eg í hyggju í hyggju að hafa í staðinn fyrir langdreginn jólamarkað Strandakúnstar barasta tvo handverksmarkaðsdaga með handverki vöfflum og rjóma og kakói og einhverjum söng eða jólafígúrugangi, etv. Grýlum og Leppalúðum o.s.frv.. 'Ok. allir með.. nánar síðar...

2 Comments:

  • At 12:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Dugleg ertu Marglyttunar?? HM ?? gaman að það er hægt að föndra svona, vona að ég fái eitthvað tilbúið sem þú hefur búið til sjálf í pakkann minn:)

     
  • At 8:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er ekki spurning....

     

Skrifa ummæli

<< Home