Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, nóvember 30, 2007

Jájá nú er ég búin að vera út um allan bæ í dag með Brynju og stelpunum og kaupa og kaupa úff en gaman við hittum Svönu Nonna og Jakob og Agnesi og drukkum saman kaffi í Kringlunni,'Asdís nafna og Margrét Vera voru líka og Sylvía, 'Eg er búin að vera eins og gemsalaus geðsjúklingur eftir að ég uppgötvaði seinnipartinn að ég var ekki með símann. Og hélt á tímabili að ég hefði týnt honum. og komst að því óþyrmilega að ég ofan á allt annað er gsm símafíkill, tölvufíkill, bílafíkill, Jólasveinafíkill... Símann fann ég hinsvegar í bílnum mínum þegar við komum afturheim til Hönnusiggu. Brynja og 'Asdís verða þar í nótt og næstu...gott að vera þar, hún er að dandalast úti í löndum...
Og fréttir að heiman frá húsverðinum á höfðagötu 7. allt í steik í girðingamálunum sólpallshliðin með sólarskrattanum á lagðist útaf og partur af víggirðingunni á bakvið hús. þokkalegt eða hittþó þetta er bara eins og rokið á Kirkjubóli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home