Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Bað.. hvað er nú það... eitthvað sjálfsagt... Hefur einhver í dag gert sér grein fyrir því hvað það er mikill lúxus að geta farið í bað???? Þegar ég var lítil ( það er frekar langt síðan) var ég böðuð í þvottabala. og krakkana mína baðaði ég lengi vel líka í þvottabala. Síðan kom baðker... og ég sem hef held ég verið hitabeltisfiskur í fyrra lífi og uni mér best niðri í hæfilega heitu vatni.. Var alveg ógisslega (eins og ungviðið segir) hamingjusöm...OG er enn...dásamlegt að fara í ilmolíu freyðibað með góðum ilmi..kveikja á kertum..hlusta á tónlist.....Osfrv. Eða útipott með útsýni og fuglatísti í kring.. Eða synda í góðri laug með froskalappir og glápa upp í himininn.( kann ekki að synda bringusund) en nú er ég komin frá upphaflega efninu.. semsé baðkerinu.. ÞAð er líka gott að fara í sturtu en alls ekki eins skemmtilegt.

7 Comments:

  • At 12:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Humm vatn er jú fínt þegar maður er komin í það. Kalt er ekki síðra en volgt. Bara hoppa ubbbs... bæ úr sveitinni.

     
  • At 12:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það virkaði veiiiiii nú verður fjör....

     
  • At 5:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já eða að flatmagast á loftdýnu í Miðjarðarhafinu og sullast um í ölduganginum... en samt heitt í sólinni.

     
  • At 5:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Og þetta var sum sé kiðlingur sem þarna lét sig dreyma um heitari bað-daga.

     
  • At 6:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já nú líst mér á það það virkar það virkar húúúrrrraaa. Eru ekki hákarlar í Miðjarðarhafinu???
    42 gráður skal það vera og liggja alveg með rétt nefið uppúr. síðan skal stríplast og stríplast helst að velta sér uppúr snjó og svo beint ofaní aftur. Geggjað!!!

     
  • At 10:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jú böns af hákörlum og sjóræningjum. Það gætu nú verið þokkalega skemmtilegt líka.

    Kolkrabbaknús Kiðlingur

     
  • At 9:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jaaá sætir sjóræningjar.

     

Skrifa ummæli

<< Home