Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

'Eg fór á sjávarréttakvöld hjá Lions á síðasta sunnudag. Og þvílíkt nammi sem þar var á boðstólum. Oft hefur nú matur verið góður og ég kunnað vel að meta. En þetta er held ég barastra það albesta sem ég hef komist í..Slurp slurp.mmmm. Allt nema einhver sæskjóðusúpa,sem ég þorði ekki að prufa þegar ég sá svipinn á Steinu þegar hún smakkaði á henni.. En allt hitt... það voru að minnsta kosti þrjátíu réttir. Rúgbrauð og síldarsalat steiktar gellur. allskonar fiskur og rækjur í allskonar formi. og steiktar kinnar. amminamm. Og þetta var alveg himnesk hollusta og bragðið eftir því. og öfugt við það þegar maður fer í kjöthlaðborð þá er svona ekki þungt í maga.
'Eg hélt fyrst að þetta væri bara fyrir Lionsfólk en það var misskilningur og opið öllum!! og ég matarunnandi... hvet alla til að fara næst þeir verða ekki sviknir af því!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home