Jæja eftir miklar rannsóknir og áhyggjur af stígvélunum komst ég að því að þau höfðu fundist og verið raðað snyrtilega upp við vegg hér í nágrenninu . ég varð ofsakát og fór strax í þeim á berjamó í rigningunni.
Það er búið að smala heima einu sinni o0g fór það þokkalega fram í vestan hvassviðri á laugardaginn. Það kom fullt af fé . 'Eg held að minnst af því hafi verið frá Steinadal. Broddnesingar fóru með sínar kindur en mörgu átti bara að sleppa aftur..Skil það nú ekki ....bara til að streða við að smala því aftur. finnst það hálf fáránlegt. en hef víst aldrei fengið gullið fyrir að hafa vit á kindum.... Við Nonni fórum á tveimur bílum og fluttum smalana fram á heiði, það var mikill vatnagangur í ánum. '
í gær fór ég svo í afmælisveislu Brynjars hjá Adda og Hildi Hann var voða glaður og ekki spillti það að Tómas kom líka .
Svo fór Nonni í Stóra púströramálið ...og framdi kraftaverkaviðgerð á sparibifreiðinni það var frekar erfitt að ná gamla dótinu burt en gekk vel að koma hinu saman. Þá er gamli kagginn eftir en það kemur nýtt púströr í hann núna eftir helgina og þá verður þessi útgerð væntanlega hljóðlátari en hún hefur verið undanfarið.
Það er búið að smala heima einu sinni o0g fór það þokkalega fram í vestan hvassviðri á laugardaginn. Það kom fullt af fé . 'Eg held að minnst af því hafi verið frá Steinadal. Broddnesingar fóru með sínar kindur en mörgu átti bara að sleppa aftur..Skil það nú ekki ....bara til að streða við að smala því aftur. finnst það hálf fáránlegt. en hef víst aldrei fengið gullið fyrir að hafa vit á kindum.... Við Nonni fórum á tveimur bílum og fluttum smalana fram á heiði, það var mikill vatnagangur í ánum. '
í gær fór ég svo í afmælisveislu Brynjars hjá Adda og Hildi Hann var voða glaður og ekki spillti það að Tómas kom líka .
Svo fór Nonni í Stóra púströramálið ...og framdi kraftaverkaviðgerð á sparibifreiðinni það var frekar erfitt að ná gamla dótinu burt en gekk vel að koma hinu saman. Þá er gamli kagginn eftir en það kemur nýtt púströr í hann núna eftir helgina og þá verður þessi útgerð væntanlega hljóðlátari en hún hefur verið undanfarið.
2 Comments:
At 1:52 e.h., Nafnlaus said…
Þegar ég les þetta, þá minnir þetta mig á Stígvélaðaköttinn:)
At 11:18 e.h., Nafnlaus said…
Tíhí það var ða
Skrifa ummæli
<< Home