Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, september 14, 2006

Nú er það ljótt.. 'Eg gleymdi að gefa kattarskömminni pilluna á sunnudaginn en bætti úr því á þriðjudag ..það virðist ekki hafa verið nóg því nú veður hún breimandi hér um allt og er alveg að drepast úr greddu...greyið...
Það er dýrlegt veður og ég var að setja skápana í garðáhaldahænsnakofann minn og næsta skref er að þétta hann með festifrauði,, verra með hurðina hana verður að smíða eftir kúnstarinnar reglum og ég nenni því ekki ..enn.. koma dagar...koma ráð...
Í morgun vaknaði ég eldsnemma og er búin að vera svaka dugleg og búa til fullt af bláberjasultu.. gamla skútan.. Borga fullt af reikningum, Ná í dekkið mitt til Danna,
'I gær fórum við Ester til að skoða nýju búðina hjá Sigfrid og 'Omari og það er sannarlega fínt þar. þar sá ég klukku með Sweet dreams letrað á og keypti hana .Þetta er nú einu sinni nafnið á uppáhaldsbíómyndinni minni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home